Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 14:20
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Palace örugglega í undanúrslit
Eberechi Eze kom að tveimur mörkum
Eberechi Eze kom að tveimur mörkum
Mynd: EPA
Fulham 0 - 3 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze ('34 )
0-2 Ismaila Sarr ('38 )
0-3 Edward Nketiah ('75 )

Crystal Palace bókaði í dag sæti sitt í undanúrslit enska bikarsins með 3-0 sigri á Fulham á Craven Cottage. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem liðið kemst í undanúrslit.

Það voru Fulham-menn sem fóru betur af stað. Rodrigo Muniz gat komið heimamönnum yfir strax á 3. mínútu. Hann komst framhjá nokkrum varnarmönnum en setti síðan skotið rétt framhjá markinu.

Fulham hélt áfram að skapa sér góða sénsa en nýtti ekki. Palace kom sér betur og betur inn í leikinn. Jefferson Lerma átti heiðarlega tilraun til Puskas-verðlauna þegar hann hamraði boltanum á lofti fyrir utan teig, en boltinn small í þverslá.

Nokkrum mínútum síðar var Palace komið í forystu eftir frábært einstaklingsframtak Eberechi Eze sem lék sér með boltann við vítateigslínuna áður en hann hamraði boltanum í stöng og inn.

Palace hélt áfram að sækja og kom annað markið fjórum mínútum síðar er Eze fann Ismaila Sarr í teignum. Senegalinn skoraði og kom Palace í þægilega forystu.

Heimamenn fengu nokkur góð færi til að komast aftur inn í leikinn í þeim síðari en þetta var ekki þeirra dagur. Eddie Nketiah gerði í stað þess út um leikinn þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka eftir sendingu Daichi Kamada.

Palace komið í undanúrslit og miðinn á Wembley bókaður en dregið verður í undanúrslit eftir leik Preston og Aston Villa á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner