Brighton 0 - 0 Nott. Forest (3-4 í vítaspyrnkeppni)
Leikurinn var ansi tíðindalítill en eftir rúmlega klukkutíma leik var dæmt víti þegar Elliot Anderson féll í teignum eftir viðskipti við Kaoru Mitoma. Dómarinn fór í skjáinn og tók það til baka.
Það var markalaust eftir 90 mínútur en Sky Sports sló á létta strengi í textalýsingu sinni.
„Þetta voru 100 mínútur af lífi okkar allra sem við fáum ekki aftur. Það versta við það? Það eru 30 mínútur eftir," sagði Lewis Jones hjá Sky Sports.
Joao Pedro, framherji Brighton, kom boltanum í netið í framlengingunni en markið var dæmt af þar sem Pervis Estupinian var dæmdur rangstæður í aðdragandanum.
Markalaust eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni.
Mats Sels varði tvær vítaspyrnur frá Brighton og fyrirliðinn Ryan Yates tryggði liðinu sigurinn með því að skora úr fimmtu spyrnu liðsins.
Athugasemdir