Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   lau 29. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - Orri og Mikael þurfa sigra
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í evrópska boltanum í dag þar sem fjórtán leikir eru á dagskrá í þremur af fjórum sterkustu deildum Evrópu.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í liði Real Sociedad eiga fyrsta leik dagsins þegar þeir taka á móti Real Valladolid í efstu deild á Spáni. Sociedad er níu stigum frá Evrópusæti og þarf að skipta um gír til að eiga möguleika á að ná árangri á deildartímabilinu.

Atlético Madrid, sem situr í þriðja sæti eftir tvo tapleiki í röð, þarf þá sigur á útivelli gegn Espanyol áður en Real Madrid tekur á móti Leganés. Real þarf sigur til að jafna Barcelona á stigum í titilbaráttunni.

Íslendingalið Venezia mætir til leiks klukkan 14:00 og þarf að ná í jákvæð úrslit gegn afar sterkum andstæðingum Bologna. Feneyingar sitja í fallsæti, fimm stigum frá öruggu sæti, þegar aðeins níu umferðir eru eftir af deildartímabilinu. Bologna er aftur á móti á miklu skriði og situr í Meistaradeildarsæti eftir fjóra sigra í röð.

Mikael Egill Ellertsson er mikilvægur hlekkur í liði Venezia og hefur Bjarki Steinn Bjarkason verið að fá mínútur af og til.

Lærisveinar Cesc Fábregas í liði Como eiga heimaleik gegn Empoli áður en Juventus tekur á móti Genoa og Roma heimsækir svo Lecce í lokaleik dagsins á Ítalíu.

FC Bayern tekur svo á móti nýliðum St. Pauli í þýska boltanum og geta lærisveinar Vincent Kompany komið sér í afar góða stöðu í titilbaráttunni með sigri í dag. Þeir eru á toppnum sem stendur með þriggja stiga forystu á Leverkusen og leik til góða, þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu.

Borussia Mönchengladbach og RB Leipzig eigast þá við í hörkuslag áður en Eintracht Frankfurt tekur á móti Stuttgart í gríðarlega spennandi viðureign.

La Liga
13:00 Real Sociedad - Valladolid
15:15 Espanyol - Atletico Madrid
17:30 Alaves - Vallecano
20:00 Real Madrid - Leganes

Serie A
14:00 Como - Empoli
14:00 Venezia - Bologna
17:00 Juventus - Genoa
19:45 Lecce - Roma

Bundesliga
14:30 Bayern - St. Pauli
14:30 Hoffenheim - Augsburg
14:30 Wolfsburg - Heidenheim
14:30 Gladbach - RB Leipzig
14:30 Holstein Kiel - Werder
17:30 Eintracht Frankfurt - Stuttgart
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 21 8 4 72 32 +40 71
2 Napoli 33 21 8 4 52 25 +27 71
3 Atalanta 33 19 7 7 66 30 +36 64
4 Bologna 33 16 12 5 52 37 +15 60
5 Juventus 32 15 14 3 49 30 +19 59
6 Roma 33 16 9 8 48 32 +16 57
7 Lazio 32 16 8 8 53 43 +10 56
8 Fiorentina 32 15 8 9 49 32 +17 53
9 Milan 33 14 9 10 51 38 +13 51
10 Torino 32 9 13 10 36 37 -1 40
11 Udinese 32 11 7 14 36 46 -10 40
12 Como 33 10 9 14 43 48 -5 39
13 Genoa 32 9 12 11 29 38 -9 39
14 Verona 33 9 5 19 30 60 -30 32
15 Cagliari 32 7 9 16 32 47 -15 30
16 Parma 32 5 13 14 37 51 -14 28
17 Lecce 33 6 8 19 23 55 -32 26
18 Venezia 33 4 13 16 27 46 -19 25
19 Empoli 33 4 13 16 26 52 -26 25
20 Monza 33 2 9 22 25 57 -32 15
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 32 23 4 5 88 32 +56 73
2 Real Madrid 32 21 6 5 65 31 +34 69
3 Atletico Madrid 32 18 9 5 53 27 +26 63
4 Athletic 32 15 12 5 49 26 +23 57
5 Villarreal 31 14 10 7 55 42 +13 52
6 Betis 31 13 9 9 42 39 +3 48
7 Mallorca 32 12 8 12 31 37 -6 44
8 Celta 32 12 7 13 47 49 -2 43
9 Real Sociedad 32 12 6 14 32 36 -4 42
10 Osasuna 32 9 14 9 39 46 -7 41
11 Vallecano 32 10 11 11 35 39 -4 41
12 Getafe 32 10 9 13 31 29 +2 39
13 Valencia 32 9 11 12 36 48 -12 38
14 Espanyol 31 10 8 13 34 40 -6 38
15 Sevilla 32 9 10 13 35 43 -8 37
16 Girona 31 9 7 15 38 48 -10 34
17 Las Palmas 32 8 8 16 38 52 -14 32
18 Alaves 32 7 10 15 34 46 -12 31
19 Leganes 32 6 11 15 29 48 -19 29
20 Valladolid 32 4 4 24 23 76 -53 16
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 30 22 6 2 87 29 +58 72
2 Leverkusen 30 18 10 2 64 35 +29 64
3 Eintracht Frankfurt 30 15 7 8 58 42 +16 52
4 RB Leipzig 30 13 10 7 48 38 +10 49
5 Freiburg 30 14 6 10 43 47 -4 48
6 Mainz 30 13 8 9 48 36 +12 47
7 Dortmund 30 13 6 11 57 47 +10 45
8 Werder 30 13 6 11 48 54 -6 45
9 Gladbach 30 13 5 12 48 46 +2 44
10 Augsburg 30 11 10 9 33 40 -7 43
11 Stuttgart 30 11 8 11 56 50 +6 41
12 Wolfsburg 30 10 9 11 53 47 +6 39
13 Union Berlin 30 9 8 13 30 44 -14 35
14 St. Pauli 30 8 6 16 26 36 -10 30
15 Hoffenheim 30 7 9 14 38 55 -17 30
16 Heidenheim 30 6 4 20 32 60 -28 22
17 Bochum 30 5 5 20 29 62 -33 20
18 Holstein Kiel 30 4 7 19 41 71 -30 19
Athugasemdir
banner