Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliði Brentford framlengir til 2027 (Staðfest) - „Einn af okkar mikilvægustu mönnum“
Christian Norgaard í leik með Brentford
Christian Norgaard í leik með Brentford
Mynd: EPA
Danski miðjumaðurinn Christian Norgaard hefur framlengt samning sinn við Brentford til ársins 2027 en þetta tilkynnti félagið í dag.

Norgaard, sem er 31 árs gamall, hefur verið akkerið á miðju Brentford síðustu ár en hann kom til félagsins frá Fiorentina árið 2019.

Samningur Danans átti að renna út í sumar en að vísu var ákvæði um að framlengja samninginn um eitt ár.

Brentford gerði gott betur en það og bauð Norgaard nýjan tveggja ára samning sem hann samþykkti og um leið sló á sögusagnir en Bournemouth, Everton og Fulham höfðu mikinn áhuga á að fá hann í sumar.

„Þessi samningur var engin spurning fyrir okkur og Christian. Hann hefur verið ómissandi hluti af þessari frábæru vegferð sem við höfum verið á síðustu sex ár. Hann er fyrirliði félagsins og einn af okkar mikilvægustu mönnum,“ sagði Thomas Frank, stjóri Brentford, um framlenginguna.


Athugasemdir
banner
banner