Tómas Þór og Elvar Geir verða á sínum stað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum.
Það er vika í að Besta deildin fer af stað og Gunnlaugur Jónsson mætir í þáttinn. Auk þess að hita upp fyrir komandi tímabil ræðir Gulli um þættina um Arnar og Bjarka sem eru að fara í sýningu.
Það er vika í að Besta deildin fer af stað og Gunnlaugur Jónsson mætir í þáttinn. Auk þess að hita upp fyrir komandi tímabil ræðir Gulli um þættina um Arnar og Bjarka sem eru að fara í sýningu.
Þá kemur Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, en Blikar munu mæta Aftureldingu í opnunarleik Bestu deildarinnar 5. apríl.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir