Íslenska fótboltasumarið er komið af stað þar sem fyrsta umferð Mjólkurbikarsins er í fullu fjöri ásamt Lengjubikarnum.
Það eru fjórir leikir á dagskrá í C-deild kvenna í Lengjubikarnum á meðan 22 neðrideildalið etja kappi í Mjólkurbikarnum.
Ægir mætir KV í áhugaverðum slag áður en KF fær Tindastól í heimsókn og funheitir Garðbæingar í liði KFG taka á móti Reyni Sandgerði.
Það er nóg um að vera víða um land og má sjá lista yfir leiki dagsins hér fyrir neðan.
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
14:00 Álftanes-Sindri (OnePlus völlurinn)
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 2
14:00 Völsungur-Einherji (PCC völlurinn Húsavík)
15:00 ÍR-Dalvík/Reynir (Lambhagavöllurinn)
16:00 Smári-Völsungur (Fagrilundur - gervigras)
Mjólkurbikar karla
13:00 Spyrnir-Neisti D. (Fellavöllur)
13:00 Ægir-KV (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Kári-KFS (Akraneshöllin)
14:00 KF-Tindastóll (Dalvíkurvöllur)
14:00 ÍH-KH (Skessan)
14:00 Smári-Fálkar (Fagrilundur - gervigras)
14:20 Víðir-Hörður Í. (Nettóhöllin-gervigras)
15:00 KFG-Reynir S. (Samsungvöllurinn)
16:30 Einherji-Sindri (Fjarðabyggðarhöllin)
17:00 Uppsveitir-Hvíti riddarinn (JÁVERK-völlurinn)
19:00 Árbær-Þorlákur (Domusnovavöllurinn)
Athugasemdir