Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Leipzig í viðræðum við Bellingham
Mynd: EPA
Þýska félagið RB Leipzig er í viðræðum við Jobe Bellingham, leikmann Sunderland, en þetta kemur fram á Sky Sports í Þýskalandi.

Jobe er 19 ára gamall og yngri bróðir Jude, leikmanns Real Madrid á Spáni.

Miðjumaðurinn er talinn gríðarlega efnilegur og virðist hann ætla að feta í fótspor bróður síns með því að fara í þýsku deildina en bæði Leipzig og Borussia Dortmund eru sögð í kapphlaupinu um hann.

Sky segir að Leipzig hafi þegar átt samtöl við Bellingham og föruneyti hans en samkvæmt fréttinni er í forgangi að landa honum í sumar. Heildarpakki leikmannsins er sagður dýr en Leipzig vill ekki missa af þessum efnilega leikmanni og mun gera allt til að reyna sannfæra hann um að koma.

Bellingham hefur verið að gera gott mót hjá Sunderland í ensku B-deildinni en gæti viljað fara frá félaginu ef því mistekst að komast upp í úrvalsdeildina.

Chelsea og Manchester United eru einnig að fylgjast með stöðu Bellingham sem verður væntanlega í eldlínunni er Sunderland mætir Millwall í dag. Sunderland er í 4. sæti deildarinnar með 69 stig, ellefu stigum frá öruggu sæti í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner