Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
   lau 29. mars 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marseille ræddi við Pogba
Mynd: EPA
Pablo Longoria forseti Marseille viðurkennir að franska félagið hafi rætt við Paul Pogba í vetur en á endanum ákveðið að fara ekki lengra með viðræðurnar.

Pogba er búinn að taka út langt leikbann sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi og er án félags sem stendur.

„Við ákváðum að semja ekki við Pogba í vetur. Við áttum samræður við hann en komumst að þeirri niðurstöðu að það gæti haft neikvæð áhrif á leikmannahópinn," sagði Longoria um félagaskiptin.

Pogba fékk upprunalega fjögurra ára bann frá fótbolta sem var stytt niður í 18 mánuði.

Pogba, sem er nýlega búinn að eiga 32 ára afmæli, var á sínum tíma talinn efnilegasti miðjumaður Evrópu en dalaði eftir mikil meiðslavandræði á dvöl sinni hjá Manchester United.

Hann var lykilmaður í landsliði Frakklands og vann HM með þjóð sinni eftir að hafa endað í öðru sæti á EM.
Athugasemdir
banner