Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Pedri besti miðjumaður í heimi" - Olmo missir af Dortmund
Pedri er 22 ára gamall og hefur þegar spilað 186 keppnisleiki fyrir Barcelona.
Pedri er 22 ára gamall og hefur þegar spilað 186 keppnisleiki fyrir Barcelona.
Mynd: EPA
Olmo missir af mikilvægum leikjum gegn Girona, Atlético Madrid, Real Betis, Leganés og Borussia Dortmund.
Olmo missir af mikilvægum leikjum gegn Girona, Atlético Madrid, Real Betis, Leganés og Borussia Dortmund.
Mynd: EPA
Barcelona sigraði 3-0 gegn Osasuna fyrir helgi og mætir aftur til leiks á morgun, á heimavelli gegn Girona.

Leikjaálagið er gríðarlegt og þá sérstaklega á leikmönnum sem fóru í landsliðsverkefni í landsleikjahlénu og spiluðu tvo leiki þar.

Miðjumennirnir uppöldu Gavi og Pedri voru báðir í byrjunarliðinu í sigrinum gegn Osasuna og var Hansi Flick þjálfari ánægður með þeirra framlag.

„Ég er sannfærður um það að Pedri sé besti miðjumaður í heimi í dag. Ég er búinn að segja þetta oft og mun halda áfram að gera það. Það er algjör unun að horfa á hann spila fótbolta, hann er gjörsamlega stórkostlegur fótboltamaður," sagði Flick eftir sigurinn og sneri sér svo beint að Gavi sem fékk fyrirliðabandið í seinni hálfleik eftir að Frenkie de Jong og Pedri var skipt af velli.

„Ég er mjög stoltur af Gavi því þetta er búið að erfitt ár fyrir hann. Hann lenti í erfiðum meiðslum og þegar hann náði fullum bata þurfti hann að sitja þolinmóður á bekknum því aðrir leikmenn voru að spila vel. Ég er stoltur því hann hélt einbeitingu allan þennan tíma og var svo klár í slaginn þegar við þurftum á honum að halda. Hann kemur úr La Masia og er virkilega mikilvægur leikmaður fyrir þennan klúbb."

Dani Olmo var í byrjunarliði Barca gegn Osasuna og skoraði annað mark leiksins úr vítaspyrnu en þurfti að fara meiddur af velli skömmu síðar. Talið er að hann verði frá keppni í um þrjár vikur og missir því líklegast af báðum leikjum Barcelona gegn Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ferran Torres var einnig í byrjunarliði Barca og skoraði fyrsta mark leiksins. Hann er ekki lykilmaður í byrjunarliðinu en hefur reynst gríðarlega mikilvægur fyrir Barca á tímabilinu. Hann er búinn að vera iðinn við markaskorun þrátt fyrir að koma yfirleitt inn af bekknum.

„Ég er bara að njóta hverrar einustu mínútu sem ég fæ að spila með þessu liði. Ég er hérna til að hjálpa Barca, það er starfið mitt. Hver einasti leikur héðan í frá verður úrslitaleikur fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner