Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 15:37
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Orri ekki með Sociedad vegna veikinda
Mynd: EPA
Real Sociedad 2 - 1 Valladolid
1-0 Mikel Oyarzabal ('23 )
2-0 Sergio Gomez ('68 )
2-1 Juanmi Latasa ('90 )

Real Sociedad er komið aftur á sigurbraut í La Liga á Spáni eftir 2-1 sigur liðsins á Real Valladolid í San Sebastian í dag.

Sociedad hafði farið í gegnum sex leiki án sigurs á meðan Valladolid hafði ekki unnið í síðustu níu leikjum.

Fyrirliði Sociedad, Mikel Oyarzabal, skoraði á 23. mínútu og bætti vængbakvörðurinn Sergio Gomez við öðru þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir.

Juanmi Latasa náði að klóra í bakkann á lokamíníutunum fyrir Valladolid en lengra komust gestirnir ekki.

Orri Steinn Óskarsson hefur verið veikur undanfarið en var upphaflega í hópnum í dag en fór heim áður en leikurinn hófst.

Sociedad er í 9. sæti með 38 stig og er nú sex stigum frá Evrópusæti. Valladolid er í neðsta sæti með 16 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 29 21 3 5 82 28 +54 66
2 Real Madrid 29 19 6 4 62 29 +33 63
3 Atletico Madrid 29 16 9 4 47 23 +24 57
4 Athletic 29 14 11 4 46 24 +22 53
5 Villarreal 28 13 8 7 51 39 +12 47
6 Betis 29 13 8 8 40 36 +4 47
7 Vallecano 29 10 10 9 33 31 +2 40
8 Celta 29 11 7 11 42 42 0 40
9 Mallorca 29 11 7 11 28 35 -7 40
10 Real Sociedad 29 11 5 13 27 31 -4 38
11 Getafe 29 9 9 11 26 25 +1 36
12 Sevilla 29 9 9 11 33 39 -6 36
13 Osasuna 29 7 13 9 33 42 -9 34
14 Girona 29 9 7 13 37 45 -8 34
15 Valencia 29 7 10 12 32 46 -14 31
16 Espanyol 28 7 8 13 27 40 -13 29
17 Alaves 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Leganes 29 6 9 14 28 46 -18 27
19 Las Palmas 29 6 8 15 33 48 -15 26
20 Valladolid 29 4 4 21 19 65 -46 16
Athugasemdir
banner
banner