Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 19:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tap í fyrsta deildarleik Freys hjá Brann
Mynd: Brann
Freyr Alexandersson stýrði Brann í sínum fyrsta deildarleik í kvöld þegar liðið heimsótti Fredrikstad í fyrstu umferð norsku deildarinnar.

Freyr tók við liðinu í janúar en liðið hefur hafnað í 2. sæti deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Byrjunin hjá liðinu var ekki góð en liðið steinlá 3-0 gegn Fredrikstad sem hafnaði í 6. sæti á síðasta tímabili sem nýliði. Eggert Aron Guðmundsson byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu.

Hlynur Freyr Karlsson spilaði 81. mínútu þegar Brommapojkarna tapaði 2-0 gegn Hacken í fyrstu umferð sænsku deildarinnar.

Adam Ægir Pálsson var ónotaður varamaður þegar Novara tapaði 2-1 gegn Union Clodiense í ítölsku C-deildinni. Novara er í 11. sæti með 45 stig eftir 34 umferðir. Adam hefur aðeins spilað sex mínútur í síðustu sjö leikjum.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos sem gerði 1-1 jafntefli gegn Athens Kalithea í grísku deildinni. Volos er í 12. sæti með 23 stig, stigi frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner