Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   lau 29. mars 2025 16:33
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Sane kláraði nýliðana í síðari hálfleik - Leipzig tapaði
Leroy Sane skoraði tvö mörk í síðari hálfleik
Leroy Sane skoraði tvö mörk í síðari hálfleik
Mynd: EPA
Leroy Sane sá til þess að Bayern München vann St. Pauli í 27. umferð þýsku deildarinnar í dag og næði sex stiga forystu á Bayer Leverkusen í titilbaráttunni.

Harry Kane skoraði 22. deildarmark sitt eftir að Jamal Musiala vann boltann fyrir utan teig nýliðana.

Musiala náði að koma boltanum áleiðis á Michael Olise sem kom honum strax fyrir á Kane sem skoraði.

Gestirnir jöfnuðu metin tíu mínútum síðar og náðu þeir að halda stöðunni jafnri fram að hálfleik en í þeim síðari tvö mörk, fyrra eftir stoðsendingu Olise og seinna eftir sendingu frá Kane.

Undir lok leiks tókst St. Pauli að minnka muninn niður í 3-2 en það reyndist of seint fyrir gestina sem fóru stigalausir heim.

Bayern er með sex stiga forystu á Leverkusen og mun halda henni fram að næstu helgi en Leverkusen á leik við Arminia Bielefeld í undanúrslitum þýska bikarsins á þriðjudag.

Alassane Plea var hetja Borussia Mönchengladbach í 1-0 sigrinum á Leipzig. Frakkinn skoraði tíunda deildarmark sitt og heldur áfram að vera gríðarlega stöðugur í sóknarleik Gladbach.

Werder Bremen vann 3-0 sigur á Holsten Kiel og þá vann Heidenheim 1-0 sigur á Wolfsburg. Hoffenheim og Augsburg gerðu þá 1-1 jafntefli.

Úrslit og markaskorarar:

Bayern 3 - 2 St. Pauli
1-0 Harry Kane ('17 )
1-1 Elias Saad ('27 )
2-1 Leroy Sane ('53 )
3-1 Leroy Sane ('71 )
3-2 Lars Ritzka ('90 )

Hoffenheim 1 - 1 Augsburg
0-1 Samuel Essende ('46 )
1-1 Andrej Kramaric ('71 , víti)

Wolfsburg 0 - 1 Heidenheim
0-1 Marvin Pieringer ('16 , víti)

Borussia M. 1 - 0 RB Leipzig
1-0 Alassane Plea ('56 )

Holstein Kiel 0 - 3 Werder
0-1 Marvin Ducksch ('25 )
0-2 Felix Agu ('59 )
0-3 Marco Grull ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 30 22 6 2 87 29 +58 72
2 Leverkusen 30 18 10 2 64 35 +29 64
3 Eintracht Frankfurt 30 15 7 8 58 42 +16 52
4 RB Leipzig 30 13 10 7 48 38 +10 49
5 Freiburg 30 14 6 10 43 47 -4 48
6 Mainz 30 13 8 9 48 36 +12 47
7 Dortmund 30 13 6 11 57 47 +10 45
8 Werder 30 13 6 11 48 54 -6 45
9 Gladbach 30 13 5 12 48 46 +2 44
10 Augsburg 30 11 10 9 33 40 -7 43
11 Stuttgart 30 11 8 11 56 50 +6 41
12 Wolfsburg 30 10 9 11 53 47 +6 39
13 Union Berlin 30 9 8 13 30 44 -14 35
14 St. Pauli 30 8 6 16 26 36 -10 30
15 Hoffenheim 30 7 9 14 38 55 -17 30
16 Heidenheim 30 6 4 20 32 60 -28 22
17 Bochum 30 5 5 20 29 62 -33 20
18 Holstein Kiel 30 4 7 19 41 71 -30 19
Athugasemdir
banner