Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
   lau 29. mars 2025 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tudor sló á létta strengi - „Mun slá hann um leið"
Mynd: EPA
Igor Tudor tók við Juventus af Thiago Motta á dögunum og stýrði liðinu til sigurs í sínum fyrsta leik gegn Genoa í dag.

Tudor sló á létta strengi þegar hann var kynntur sem stjóri liðsins. Hann sagðist hafa rætt við frönsku goðsögnina Lilian Thuram, sem er pabbi Khephren Thuram, leikmanns Juventus áður en hann tók við.

„Ég ræddi við Lilian. Ef hann (Khephren), gerir eitthvað rangt mun ég slá hann um leið. Nei, hann hagar sér vel. Ég þekki til Khephren frá því hann var hjá Nice. Ég hitti hann þegar ég var hjá Marseille," sagði Tudor sem var þarna að vitna í atvik þar sem Lilian sló til Marcus Thuram, son sinn og leikmann Inter, þegar hann söng illa um Juventus.

Khephren Thuram var spurður út í þessi ummæli eftir leikinn í dag.

„Ég sá þetta og það fékk mig til að hlægja. Tudor er frábær þjálfari, hann segir mér að vera árásargjarn án boltans og ég kann vel við hans viðhorf," sagði Thuram.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 30 20 7 3 67 28 +39 67
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 30 17 7 6 63 29 +34 58
4 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
5 Juventus 30 14 13 3 46 28 +18 55
6 Roma 30 15 7 8 45 30 +15 52
7 Lazio 30 15 7 8 51 42 +9 52
8 Fiorentina 30 15 6 9 47 30 +17 51
9 Milan 30 13 8 9 45 35 +10 47
10 Udinese 30 11 7 12 36 41 -5 40
11 Torino 30 9 12 9 35 35 0 39
12 Genoa 30 8 11 11 28 38 -10 35
13 Como 30 7 9 14 36 47 -11 30
14 Verona 30 9 3 18 29 58 -29 30
15 Cagliari 30 7 8 15 31 44 -13 29
16 Parma 30 5 11 14 35 49 -14 26
17 Lecce 30 6 7 17 21 49 -28 25
18 Empoli 30 4 11 15 24 47 -23 23
19 Venezia 30 3 11 16 23 43 -20 20
20 Monza 30 2 9 19 24 52 -28 15
Athugasemdir
banner