Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vakti athygli á sér gegn Aston Villa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Belgíska félagið Club Brugge hefur verið afar duglegt við að krækja sér í hæfileikaríka leikmenn á undanförnum árum og er Ardon Jashari einn þeirra.

Jashari er 22 ára miðjumaður frá Sviss sem er mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu. Hann er varnarsinnaður leikmaður að upplagi en getur einnig skapað hættu framar á vellinum, hafandi komið að 9 mörkum í 41 leik á tímabilinu.

Jashari skein skært í tapi Club Brugge gegn Aston Villa í Meistaradeildinni og vakti áhuga enskra úrvalsdeildarfélaga sem eru að gera sig líkleg til að reiða fram tilboð.

Það eru einnig félög úr þýska boltanum áhugasöm en Club Brugge ætlar ekki að selja miðjumanninn sinn á neinum afslætti.

Jashari á fjögur ár eftir af samningi við félagið og er talið að 30 milljónir evra nægi til að kaupa leikmanninn.

Sky Sports greinir frá því að þrjú úrvalsdeildarfélög séu að fylgjast náið með þróun Jashari í Brugge.

Jashari á tvo A-landsleiki að baki fyrir Sviss eftir að hafa spilað átta leiki fyrir U21 liðið.

Club Brugge keypti hann á 6 milljónir evra síðasta sumar, metfé fyrir svissneska félagið Luzern sem seldi hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner