Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
   fim 29. apríl 2021 15:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjóns: Menn eru að setja pressu á Blikana
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mætir ÍA í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á morgun og Heimir á von á hörkuleik. Skagamenn unnu  1 - 4 á Origo-vellinum í fyrra.
Valur mætir ÍA í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á morgun og Heimir á von á hörkuleik. Skagamenn unnu 1 - 4 á Origo-vellinum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Menn hafa greinilega trú á Blikaliðinu, og það er jákvætt," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals við Fótbolta.net í dag.

Margir hafa spáð því að Valur verji Íslandsmeistaratitilinnn í ár en enn fleiri eru þó farnir að veðja á lið Breiðabliks í þeim efnum.

„Að mínu mati eru menn að setja smá pressu á Blikana og sjá hvort þeir standist hana. Spá er samt bara spá," sagði Heimir en lítur hann á Blikana sem helstu ógn Vals í sumar?

„Breiðablik, ásamt KR, FH og Stjörnunni og fleiri liðum því það er alltaf eitt lið sem kemur á óvart. Þetta verður hörkumót og menn virðast halda að það verði jafnt og skemmtilegt sem er bara jákvætt."

Valur mætir ÍA í fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar annað kvöld. Þegar liðin mættust á Origo-vellinum á síðasta ári komu Skagamenn, sáu og sigruðu 1 - 4. Flestir spá ÍA falli í sumar.

„Við verðum að undirbúa okkur vel, þetta er hörkuleikur og ef þú lítur á skagaliðið og hvernig er búið að spá þeim, þá verður ekki erfitt fyrir þá að mótivera sig fyrir leikinn á móti okkur. Þeir eru með gott lið að mínu mati og þetta verður hörkuleikur."



Valsmenn hafa verið að missa menn á meiðslalista rétt fyrir mót, Tryggvi Hrafn Haraldsson fótbrotnaði í æfingaleik gegn Víkingum auk þess sem Arnór Smárason er meiddur og Heimir býst við að hann verði frá í einhverjar vikur.

„Það er aldrei gott að vera með menn meidda og við viljum að allir séu heilir. Þetta er fylgifiskur fótboltans að menn meiðist og við teljum að við séum með stóran og sterkan leikmannahóp og það kemur maður í manns stað."

föstudagur 30. apríl
20:00 Valur-ÍA (Origo völlurinn)

laugardagur 1. maí
17:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 Stjarnan-Leiknir R. (Samsungvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)

sunnudagur 2. maí
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Keflavík (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner