Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, segir ekki rétt að hann hafi sagt við Atla Sigurjónsson, Gísla Pál Helgason og Jóhann Helga Hannesson leikmenn Þórs að þeir séu ekki inni í myndinni á meðan þeir eru á mála hjá félagi í fyrstu deild.
Leikmennirnir voru í U21 árs hópnum í haust en voru síðan ekki valdir í leikinn gegn Englendingum í síðustu viku. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, sagði við Fótbolta.net í dag að Eyjólfur hafi gefið leikmönnunum þau skilaboð að þeir séu ekki inni í myndinni á meðan þeir eru hjá félagi í fyrstu deildinni. Eyjólfur segir þetta ekki vera rétt.
Leikmennirnir voru í U21 árs hópnum í haust en voru síðan ekki valdir í leikinn gegn Englendingum í síðustu viku. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, sagði við Fótbolta.net í dag að Eyjólfur hafi gefið leikmönnunum þau skilaboð að þeir séu ekki inni í myndinni á meðan þeir eru hjá félagi í fyrstu deildinni. Eyjólfur segir þetta ekki vera rétt.
,,Þetta er þvættingur. Ég veit ekki hvaðan Palli hefur þetta og hann verður að rökstyðja þetta. Ég er sjálfur utan af landi og það skiptir mig engu máli hvaðan þessir strákar koma, þetta snýst bara um getuna," sagði Eyjólfur við Fótbolta.net í kvöld.
,,Við vorum með tvo innbyrðisleiki (fyrir Englandsleikinn) þar sem við gáfum mönnum tækifæri á að standa sig. Það var síðan valið úr því, að er ekkert flóknara en það. Það skiptir engu máli hvaðan menn eru."
Næsti leikur U21 árs landsliðsins í undankeppni EM er gegn Aserbaídsjan í lok febrúar og Eyjólfur segir að Þórsararnir þrír komi til greina í hópinn þar.
,,Þetta eru allt mjög góðir strákar en við tókum þessa ákvörðun fyrir þessa leiki. Þeir eiga alveg möguleika þó að þeir verði áfram í Þór, það er engin spurning. Það er mikilvægast að þessir strákar séu að spila, það er aðalmálið."
Sjá einnig:
Páll Viðar: Þetta eru ekki falleg skilaboð frá KSÍ