Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 19. júlí 2017 20:31
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guðmunds í Kórdrengi (Staðfest)
Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi.
Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markaskorarinn reyndi Tryggvi Guðmundsson hefur gengið til liðs við Kórdrengi í 4. deildinni en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Hinn 42 ára gamli Tryggvi hefur ekkert spilað í sumar en hann ætlar að taka síðari hlutann í 4. deildinni með Kórdrengjunum.

„Ég ákvað að fara í Kórdrengina af því að þeir eiga góða möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir mikilvægan sigur í gær. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum þarna," sagði Tryggvi við Fótbolta.net í kvöld.

Tryggvi spilaði með KFS í 3. deildinni í fyrra sem og stóran hluta 2014 og 2015 en síðara árið lék hann einnig með Njarðvík.

„Planið var að spila með KFS í sumar. Það eru tvær ástæður fyrir því að ég hef ekki gert það," sagði Tryggvi við Fótbolta.net.

„Það er mikið að gera í vinnunni og erfitt að komast í leikina. Það sem er líka mikilvægara er að eftir að samstarf ÍBV og KFS varð betra en það hefur verið þá fannst mér rétt að stíga til hliðar og leyfa ungum ÍBV strákum að fá sviðið frekar en að ég, gamli kallinn, væri að spila þessa leiki. Ég er mjög hrifinn af þessu samstafi hjá KFS og ÍBV og fannst óþarfi að ég væri að taka eitt pláss af ellefu þegar ég er kominn á þennan aldur í stað þess að leyfa ungum strákum úr ÍBV að spila."

Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann skoraði einnig tólf mörk í 42 landsleikjum á ferli sínum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner