Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 11:17
Brynjar Ingi Erluson
Vegna fráfalls páfa þá hefur öllum leikjum á Ítalíu verið frestað í dag
Mynd: Twitter
Öllum leikjum á Ítalíu hefur verið festað í dag vegna fráfalls Frans páfa, en hann lést í morgun, aðeins 88 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seríu A.

Frans hafði verið að glíma við erfið veikindi og dvaldi hann á spítala í 38 daga á sjúkrahúsi fyrr á þessu ári vegna lungnabólgu.

Hann tók við embættinu árið 2013 og varð þá fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn til að taka við við því, en hann tók við af Benedikt sem lét af embætti.

Ítalska deildin hefur nú tilkynnt að þeim leikjum sem áttu að fara fram í 33. umferð Seríu A hefur verið frestað og á það einnig við um neðri deildirnar og leiki hjá unglingaliðunum.

Ekki er búið að ákveða hvenær leikirnir munu fara fram.

Hér fyrir neðan má sjá þá leiki sem var frestað í A-deildinni.

Ítalía: Sería A
Cagliari - Fiorentina
Genoa - Lazio
Parma - Juventus


Athugasemdir
banner