Fyrr í dag greindi 433.is að Valur hefði lagt fram tilboð í Þorra Mar Þórisson sem er leikmaður KA og að tvö félög hefðu einnig áhuga á bakverðinum; annað þeirra íslenskt en hitt erlent.
Akureyri.net greinir frá því í dag að hin tvö félögin séu KR og svo sænska félagið Öster. Bæði KR og Valur hafa lagt fram tilboð og Öster hefur áhuga. Í greininni er skrifað: „Allar líkur eru á að Þorri Mar Þórisson sé á förum frá KA."
Akureyri.net greinir frá því í dag að hin tvö félögin séu KR og svo sænska félagið Öster. Bæði KR og Valur hafa lagt fram tilboð og Öster hefur áhuga. Í greininni er skrifað: „Allar líkur eru á að Þorri Mar Þórisson sé á förum frá KA."
Þjálfari Öster, Srdjan Tufegdzic, þekkir vel til KA og er sagður með augastað á Þorra. Túfa, eins og hann er oftast kallaður, er með tvo Íslendinga í sínu liði. Það eru þeir Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Eins og Fótbolti.net fjallaði um var Þorri ekki í leikmannahópnum gegn HK á sunnudag og í grein Akureyri.net þá kemur fram að hann ferðist ekki með KA til Írlands þar sem liðið mætir Dundalk í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
„Eins og staðan er hefur það ekki farið lengra en það að við höfum sagt nei," sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, við 433.is í morgun. „Það kemur til greina að selja alla leikmenn," sagði hann einnig.
Rætt var um Þorra í Innkastinu sem má nálgast í spilaranum neðst.
Sjá einnig:
Þorri utan hóps í gær - „Var bara ekki valinn"
Fer Þorri áður en glugginn lokar? - Valur og tvö önnur félög hafa áhuga
Athugasemdir