Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   sun 03. desember 2017 23:30
Kristófer Jónsson
Kristrún Rut stjórnaði víkingaklappi eftir sigur Chieti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristrún Rut Antonsdóttir og liðsfélagar hennar í Chieti voru í banastuði eftir sigur þeirra gegn Apulia Trani í ítölsku Seríu B deildinni í dag.

Leiknum endaði með 4-2 sigri Chieti en þær sitja í öðru sæti deildarinnar sjö stigum á eftir toppliði Roma.

Eftir leikinn ákváðu liðsmenn Chieti að taka hið alræmda víkingaklapp og var Kristrún Rut að sjálfsögðu fengin til að stjórna því.

Kristrún Rut kom til Chieti fyrr á árinu eftir að hafa spilað frábærlega með Selfoss í 1.deildinni í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner