Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 04. júlí 2021 14:05
Brynjar Ingi Erluson
Gaui Þórðar að snúa aftur til Ólafsvíkur
Guðjón Þórðarson mun þjálfa Víking Ó.
Guðjón Þórðarson mun þjálfa Víking Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson er að taka við Víkingi Ólafsvík og mun stýra liðinu út næsta tímabil en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Guðjón hætti með Víking eftir síðustu leiktíð en hann stýrði liðinu í 9. sæti Lengjudeildarinnar.

Hann birti Facebook-færslu þar sem hann greindi frá því að hann væri hættur með liðið en að það hefði þó verið áhugi á að halda samstarfinu áfram en að mismunandi áherslur hafi verið ástæðan fyrir því að samkomulag hafi ekki náðst.

Víkingur hefur verið í miklu basli í sumar og er í botnsæti Lengjudeildarinnar með aðeins 1 stig en Gunnar Einarsson sagði starfi sínu lausu á föstudag.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Guðjón að taka aftur við liðinu og mun gera samning út næsta tímabil.

Níu leikir eru búnir af deildinni og er Víkingur sjö stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner