Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
föstudagur 19. apríl
Super League - Women
Brighton W - Everton W - 18:00
Division 1 - Women
Paris W 0 - 1 Saint-Etienne W
Bundesligan
Eintracht Frankfurt - Augsburg - 18:30
Bundesliga - Women
RB Leipzig W - Bayer W - 16:30
Serie A
Cagliari - Juventus - 18:45
Genoa - Lazio - 16:30
Toppserien - Women
Lyn W - Lillestrom W - 16:00
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar - Fakel - 16:00
La Liga
Athletic - Granada CF - 19:00
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W - Djurgarden W - 17:00
Elitettan - Women
Umea W - Sunnana W - 17:00
mán 05.apr 2021 23:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Gekk ekki í Hollandi, kom heim og vann bikarinn - „Hefði átt að vera óhræddari"

Júlíus Magnússon verður 23 ára í sumar. Júlíus er miðjumaður sem hélt til Hollands vorið 2015 og var hjá Heerenveen þar til í febrúar árið 2019.

Hann er að fara inn í sitt þriðja tímabil með meistaraflokki Víkings. Júlíus lék á sínum tíma 33 leiki fyrir yngri landsliðiðn, þar af fimmtán fyrir U21 árs liðið. Fótbolti.net hafði samband við Júlla og spurði hann út í ferilinn til þessa.

Þetta var ekki beint sexy dagur, rigning og vindur, sem gerði þetta reyndar bara eiginlega sætara fyrir vikið.
Þetta var ekki beint sexy dagur, rigning og vindur, sem gerði þetta reyndar bara eiginlega sætara fyrir vikið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er klárlega markmið að fara aftur í atvinnumennsku, ekki spurning
Það er klárlega markmið að fara aftur í atvinnumennsku, ekki spurning
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mig vantar mörk í minn leik til að taka almennum framförum
Mig vantar mörk í minn leik til að taka almennum framförum
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áttum allavega of góðar frammistöður til að tapa eða gera jafntefli
Áttum allavega of góðar frammistöður til að tapa eða gera jafntefli
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég held að það smiti alltaf frá sér inn í hópinn sú nærvera (presence) sem þeir hafa.
Ég held að það smiti alltaf frá sér inn í hópinn sú nærvera (presence) sem þeir hafa.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ákvörðunin var nokkuð einföld eftir að hafa talað við Arnar Gunnlaugsson
Ákvörðunin var nokkuð einföld eftir að hafa talað við Arnar Gunnlaugsson
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Albert Guðmundsson var í liðinu sem hjálpaði mjög mikið fyrstu mánuðina
Albert Guðmundsson var í liðinu sem hjálpaði mjög mikið fyrstu mánuðina
Mynd/Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Vissi líka að Alfreð var orðin geit þarna ... það var nefnt Finnbogason í hvert einasta skipti.
Vissi líka að Alfreð var orðin geit þarna ... það var nefnt Finnbogason í hvert einasta skipti.
Mynd/Getty Images
Hann er leikmaður sem hefur mikla burði til að ná langt
Hann er leikmaður sem hefur mikla burði til að ná langt
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir hafa allavega gefið mér mikið
Þeir hafa allavega gefið mér mikið
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var klárlega hápunktur að fá sénsinn í U-21
Það var klárlega hápunktur að fá sénsinn í U-21
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að byrja leiki þar var mjög gott svið
Að byrja leiki þar var mjög gott svið
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held það hafi bæði gerst á sama tíma, ég skipti í Víking og þá voru Arnar og Eiður að taka við.
Ég held það hafi bæði gerst á sama tíma, ég skipti í Víking og þá voru Arnar og Eiður að taka við.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég fór síðan í Víking þegar ég er að verða 14 ára
Ég fór síðan í Víking þegar ég er að verða 14 ára
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er ríkjandi bikarmeistari
Víkingur er ríkjandi bikarmeistari
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Án efa hefði maður átt að taka fleiri sénsa þegar kom að því og vera óhræddari"
Fluttu í Fossvoginn og Júlli fór í Víking

„Ég hugsa ég hafi byrjað bara um 5-6 ára, en afhverju veit ég ekki. Held það hafi bara verið útaf vinirnir voru úti í bolta, þá fylgdi maður alltaf með," sagð Júlli.

Æfði hann aðrar íþróttir?

„Ég byrjaði aldrei að æfa neina aðra íþrótt af neinum krafti. Ég prófaði hitt og þetta með fótboltanum en það var semi þannig að allt annað en fótbolti var leiðinlegt þannig ég hætti svoleiðis tilraunum fljótt."

Var hann alltaf í Víkingi?

„Ég ólst upp í efra Breiðholtinu, þar sem ég var í Leikni alveg til næstum fjórtán ára aldurs minnir mig. Stemningin þar, á þeim tíma, var bara fótbolti, lítið um handbolta nema þá niðri í ÍR. Þannig það voru flestir strákarnir í skólanum í Leikni þegar maður var ungur."

„Ég fór síðan í Víking þegar ég er að verða 14 ára þar sem fjölskyldan flytur niður í Fossvoginn um tveimur árum áður."


Er einhver saga úr yngri flokkunum sem skemmtilegt væri að segja frá?

„Maggi Peran, þegar hann kom með okkur í Leikni á Gothia Cup í denn, var gott comedy."

Sagði Peran eitthvað gáfulegt?

„Haha úff, man ekki hvað Peran var að segja. Ég hló bara ekkert eðlilega mikið að honum."

Djúpur á miðju í 4-3-3
Hvar líður Júlíusi best að spila?

„Ætli það sé ekki djúpur á miðjunni að stjórna spili, stjórna hraðanum og stoppa sóknir."

„Við í Víkingi höfum spilað fullt af mismunandi leikkerfum sem eru þó ansi svipaðar þannig séð. En kannski uppáhalds myndi vera bara 4-3-3 í hvaða formi sem er."


„Vissi líka að Alfreð var orðin geit þarna"
Júlíus gekk í raðir Heerenveen í janúar árið 2016, hann flutti einn til Hollands. Var langur aðdragandi að félagskiptunum?

„Það var frekar stuttur aðdragandi þar sem ég fór á reynslu tvisvar hjá þeim í lok 2015 og skrifa síðan undir strax í janúar 2016.

Hjálpaði til að Albert Guðmundsson var hjá félaginu?

„Albert Guðmundsson var í liðinu sem hjálpaði mjög mikið fyrstu mánuðina. Vissi líka að Alfreð var orðin geit þarna, sem sást alveg greinilega þegar maður sagðist koma frá Íslandi, það var nefnt Finnbogason í hvert einasta skipti."

Voru fleiri félög sem voru að skoða Júlíus?

„Heerenveen var í raun eina félagið sem ég heimsótti á þessum tíma og fann það bara eftir reynsluna að þetta væri lið sem vildi spila ungum leikmönnum, vildi halda boltanum innan liðsins og fleira sem heillaði strax."

Upplifði drauminn fyrsta mánuðinn en álagsbrotnaði svo
Hvernig voru fyrstu mánuðirnir úti?

„Maður upplifði drauminn fyrsta mánuðinn, að æfa eins og atvinnumaður tvisvar á dag var ákveðið sjokk, en á sama tíma gott að reyna aðlagast sem allra fyrst. En það kom síðan mögulega í bakið á mér mánuði eftir að ég kem þegar ég fótbrotna í febrúar með u-17 landsliðinu gegn Noregi hér heima."

„Það var í raun álagsbrot þannig mér var sagt að aukið álag síðasta mánuðinn gæti verið áhrifavaldur af þessu. Verst var að ég var frá í næstum því heilt ár og ég breyttist í raun sem leikmaður örlítið eftir meiðslin."


Varð varnarsinnaðri og agaðri
Hvernig breyttist Júlíus sem leikmaður?

„Ég varð meira varnarsinnaðri, taktískari og agaðri. Á móti ekki jafn sóknarsinnaður fyrir vikið, færðist kannski örlítið aftar á völlinn, úr því að vera í áttunni yfir í sexuna. Ég hef reyndar alltaf verið að flakka þar á milli en kannski minna eftir meiðslin."

Birkir algjör toppmaður
Júlíus var frá í heilt ár eins og hann kom inn á. Um sumarið, hálfu ári eftir að Júlíus gekk í raðir Heerenveen, gekk Birkir Heimisson í raðir félagsins frá Þór á Akureyri. Hvernig var að fá Birki til félagsins?

„Birkir er algjör toppmaður sem var geggjað að fá út, bjó rétt hjá mér og síðan bjuggum við saman þannig að það var gott samband. Hann er leikmaður sem hefur mikla burði til að ná langt."

„Ákveðið sjokk"
Vorið 2017 var Júlíus kallaður inn í U21 landsliðið og byrjaður að æfa með aðalliði Heerenveen. Hvaða tilfinningar var hann að upplifa?

„Það var alveg ákveðið sjokk að komast inn í U21 landsliðið svona ungur en það var eitthvað sem hjálpaði án efa með framhaldið. Þarna var maður að taka miklum framförum og sá fyrir sér að maður gæti tekið stærra skref í átt að aðalliðinu."

Fyrsti aðalliðsleikurinn en ákveðin vonbrigði um veturinn
Júlíus lék sinn fyrsta aðalliðsleik í æfingaleik um sumarið. Vissi hann af því með einhverjum fyrirvara að hann fengi að spila?

„Þeir létu mig kannski ekki beint vita en gáfu í skyn að því að þeir höfðu mikla trú af mér og gáfu mér séns til að sýna mig."

Hvernig var tímabilið 2017/18?

„Þetta átti kannski að vera svona breakthrough tímabil hjá mér til að stíga stærra skref og fannst ég eiga fullt í það. Þegar tímabilið byrjar síðan þá æfir maður áfram helling með aðalliðinu án þess þó að vera í hóp einu sinni. Það voru ákveðin vonbrigði, sérstaklega þegar manni fannst maður standa sig vel sem og að spila flesta leiki með U-21 landsliðinu á háu getustigi."

Heerenveen varð varaliðsmeistari 2017 og aftur 2018. Hvernig er sú deild?

„Þessi varaliðsdeild er kannski ekki beint stórleikir í hverri viku. Kannski aðallega þegar það eru leikir við Feyenoord og svipuð lið þegar stærri nöfn úr aðalliðunum spila."

Langaði að fara annað
Vissi Júlíus það snemma tímabilið 2018/19 að hann vildi prófa annað?

„Tja já, eiginlega um leið, sérstaklega þegar sumarið áður sá maður fleiri sénsa með aðalliðinu heldur en þetta sumar. Þannig mig langaði eiginlega um leið að fá að prófa eitthvað nýtt og láta á mig reyna annars staðar."

Hann sagði í hinni hliðinni að mestu vonbrigðin hefðu að vera ekki að ná markmiðum sínum hjá Heerenveen. Hver voru þau?

„Markmiðið var án efa svipað og sumarið áður, að komast í aðalliðið sem ég sá ekki fyrir mér að gæti orðið raunin."

Hefði þurft að vera óhræddari
Hvað myndi Júlíus segja við sextán ára leikmann sem væri að fara til Hollands?

„Ætli það se ekki bara vera óhræddur og nýta sénsinn þegar hann kemur."

Þegar Júlíus lítur til baka, er hann á því að hann hafi ekki nýtt sína sénsa?

„Klárlega. Auðvitað undirbjó maður sig fyrir æfingar hjá aðalliðinu og leiki eins og um alvöru leiki væri að ræða og gerði sitt besta. En án efa hefði maður átt að taka fleiri sénsa þegar kom að því og vera óhræddari."

Ákvað að fara til Víkings á flugvellinum í Noregi
Ákvörðunin að fara í Víking, var hún einföld? Voru fleiri valkostir í boði á þessum tíma, jafnvel eitthvað erlendis?

„Ákvörðunin var nokkuð einföld eftir að hafa talað við Arnar Gunnlaugsson [þjálfari Víkings] um jólin áður en ég kom í Víking. Þá fékk ég að æfa með Víkingi og hann sýndi mér áhuga eftir það."

„Ég vildi samt fyrst prófa fyrir mér annars staðar úti ef ég skyldi eiga eitthvað í það, fór til Sogndal í Noregi á reynslu og spilaði leik með félaginu. Mér leist ekkert alltof vel á það heilt yfir og ákvað eiginlega bara á flugvellinum á leið til Hollands að ég væri staðráðinn í að fara til Víkings."


Hvað var það sem Víkingur hafði fram yfir Sogndal á þeim tíma?

„Víkingur hafði hlutverk fyrir mig. Eitthvað sem ég þurfti á að halda á þessum tíma, að fá leiktíma og traust. Ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun að fara heim í Víking þar sem ég hef þróast mikið sem leikmaður."

Ekki beint sexy dagur en eiginlega sætara fyrir vikið
Júlíus meiddist sumarið 2019, hvað var að angra hann?

„Ég tognaði á liðbandi í hné í leik gegn Val um mitt sumarið sem angraði mig út sumarið. En ég náði bæði undanúrslitunum í bikar, en það var fyrsti leikurinn eftir meiðslin, og svo úrslitaleiknum líka þannig það var ekki svo hræðilegt með það að gera."

Talandi um bikarúrslitaleikinn, Júlíus var maður leiksins þegar Víkingur lagði FH að velli og félagið varð bikarmeistari. Hvernig lítur hann til baka á þann dag?

„Þetta var með betri dögum í heild sinni held ég, allavega 'up there'. Þetta var ekki beint 'sexy' dagur, rigning og vindur, sem gerði þetta reyndar bara eiginlega sætara fyrir vikið."

Segir vanta mörk í sinn leik
Hvernig metur Júlíus sína persónulegu frammistöðu sumrin 2019 og 2020?

„Ég tel mig hafa þróast í góða átt í þá leikstöðu sem mig langar að spila og bætt mig í mörgum hlutum sem tengjast þeirri stöðu."

Í hverju getur hann bætt sig?

„Ef ég gæti valið eitt sem ég væri til að bæta mig í þá væri það skotin, mig vantar mörk í minn leik til að taka almennum framförum, það er ekki spurning."

Of góðar frammistöður til að vinna ekki
Af hverju fengu Víkingar ekki fleiri stig síðasta sumar?

„Við þurftum að „loka“ sumum leikjum, jöfnum leikjum sem við vorum oft betri í eða áttum allavega of góðar frammistöður til að tapa eða gera jafntefli. Við töldum oft á tíðum að við ættum meira skilið í slíkum leikjum sem var án efa satt."

Er Júlíus með einhver persónuleg markmið fyrir sumarið?

„Það fær að vera í hausnum á mér held ég bara."

Nærvera þeirra smitar frá sér í hópinn
Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru reynslumestu leikmenn Víkings þegar litið er bæði í leiki í atvinnumennsku og landsleiki. Hvernig er að vera með svona leikmönnum í liðið? Hvað finnst Júlíusi þeir gefa hópnum bæði í leikjum og á æfingum?

„Þeir hafa allavega gefið mér mikið, þeir halda manni alltaf á tánum, hvort sem það er á æfingu eða í leikjum, þá láta þeir mann alltaf vita ef þeim líst ekki á eitthvað. Ég held að það smiti alltaf frá sér inn í hópinn sú nærvera (presence) sem þeir hafa."

Blanda af báðu
Júlíus, eins og kom fram hér að ofan, lék fimmtán leiki með U21. Hann var gjaldgengur í síðustu undankeppni en var einungis einu sinni valinn í hópinn.

Þjálfaraskipti urðu á liðinu eftir 2018 og inn komu þeir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Á sama tíma kom Júlíus heim í Víking. Er skýringin á breyttri stöðu hjá U21 sú að hann kom heim eða þjálfaraskiptin?

„Ég held það hafi bæði gerst á sama tíma, ég skipti í Víking og þá voru Arnar og Eiður að taka við. Með nýjum þjálfurum fylgja auðvitað nýjar áherslur og það sást klárlega í undankeppninni þar sem leikstíllinn var annar og sumum leikmönnum hreinlega skipt út. Þannig ég myndi segja að það hafi verið samspil af þessu báðu."

U21, leikurinn gegn Spáni og atvinnumennska
Eru einhverjir hápunktar eða lágpunktar sem Júlíus man eftir í yngri landsliðunum?

„Það var klárlega hápunktur að fá sénsinn í U-21 þegar maður var að spila með leikmönnum sem voru tveimur árum eldri og fá að byrja leiki þar var mjög gott svið. Lágpunkturinn var þegar við töpuðum 7-2 gegn Spáni á Fylkisvelli fyrir tveimur árum, það var verulega vont, fór hreinlega allt inn."

Að lokum, er Júlíus með einhver markmið varðandi atvinnumennsku?

„Það er klárlega markmið að fara aftur í atvinnumennsku, ekki spurning," sagði Júlíus að lokum.
Athugasemdir
banner
banner