Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
Niðurtalningin - Stjarnan ætlar að skína skært í sumar
Niðurtalningin - FH ætlar hærra en þetta
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Niðurtalningin - Framarar með fulla skúffu af trixum
Hugarburðarbolti GW 31 Eru Liverpool sprungnir ?
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Niðurtalningin - Staðan tekin á Stólunum á Spáni
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
   mán 05. maí 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Upptaka - Óli Kristjáns: Mikilvægast að falla ekki í sjálfsvorkunn
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag.

Ólafur tekur við Nordsjælland í sumar en Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, tekur við Blikum.

Hann mun þó þjálfa liðið fram að því en hann ræddi um Nordsjælland, aðstöðuna þar og þjálfaraferil sinn.

,,Það hefur verið mjög stöðugur uppgangur. Morten Wieghorst, gamli landsliðsmaðurinn sem var nú síðast hjá Swansea með Laudrup var þjálfari þarna og má segja að þar hafi velgengnisskeiðið byrjað," sagði Ólafur.

,,Þeir voru bikarmeistarar í tvígang, vinna titilinn eftir að Kasper Hjulmand tekur við. Fara í riðlakeppni Meistaradeildar og lenda í öðru sæti í fyrra og þeir hafa komið sér í topp fimm ára síðustu árum og gert vel að eyða ekki miklu í leikmenn."

,,Þeir hafa byggt upp flott lið og það verður spennandi að reyna að taka það á næstu skref hjá klúbbnum. Þetta er kannski aðeins öðruvísi en á Íslandi hvernig uppbyggingin. FCK, Nordsjælland og fleiri eru flaggskipin en þá er komið á samstarfi þar sem þjálfarar Nordsjælland fara út og þjálfarar hinna liðanna fá smá input."

,,Leikmenn fara líka í aðra áttina og koma góð tengsl á milli. Þar koma leikmenn bæði í yngri liðin og aðalliðin, svo það er spennandi hvernig þetta er byggt upp. Liðin virðast vera sátt við hvar þau eru stödd í goggunarröðinni,"
sagði hann ennfremur.

Sáu mann sem myndi sætta sig við þessi skilyrði

Ólafur hefur þjálfað Breiðablik undanfarið ár en hann hefur horft á eftir mörgum frábærum leikmönnum sem hafa haldið út í atvinnumennsku. Þar má nefna Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Guðmund Kristjánsson, Kristinn Steindórsson, Sverrir Inga Ingason en hann segir það á vissan hátt svipað og hjá Nordsjælland.

,,Ein af ástæðum þess að nafnið mitt kom upp hjá þeim. Þeir sáu menn sem myndi sætta sig við þessi skilyrði og hefði unnið í þessu umhverfi og tekið þátt í uppbygginu ásamt fleirum þar sem kannski fjárræðin voru ekki mikil."

,,Það er mjög margt af mínum prófil sem passar við prófíl félagsins. Það að vera á toppnum í dönskum fótbolta að ná hefðbundnum árangri, taka þátt í Evrópukeppnum og vera sá klúbbur sem er bestur í því að þróa og þroska leikmenn og selja út. Þeir leggja mikla vigt á það."

,,Í gær var klúbburinn að skila ársskýrslu 2013 og það eru 34 milljón króna plús danskur sem er nokkuð sterkt. Það eru leifar af Meistaradeildarævintýrinu og sölu leikmanna en svolítið öfugt við það sem maður er að sjá hjá hinum félögunum."


,,Ég gerði þetta ekkert hjá Breiðabliki. Þetta gerðist á þeim tíma sem ég er þjálfari meistaraflokksins og það eru ótalhendur sem hafa komið að því verki, bæði þjálfarar, leikmenn, stjórnarmenn og margir í kringum klúbbinn."

,,Það má segja að matchið ég sem þjálfari og Breiðablik á þeim tíma sé in og að þolinmæði stjórnarmanna þar hafi verið til góðs og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið en ég vil ekki segja að ég sé hræddur en ég upplifa að þetta er áskorun og motivation sem ég finn fyrir."

,,Nákvæmlega eins og þú sagðir og maður hefur verið lengi og það er orðið þægilegt að það vanti þennan neista, ögrunina og sparkið í rassinn sem maður gefur sjálfum sér eða umhverfinu en þegar tíminn líður þá held ég að allir þurfi að setjast niður og skoða það hvort það þurfi ekki að breyta um vettvang og sjá hvort það geti ekki synt í annarri tjörn."

,,Ef ég hefði gert þetta fyrir tíu árum síðan þá hefði ég sjálfsagt talið mig klárann í það í einfeldni og ungæðingshætti en ef ég horfi um öxl þá hefði ég ekki verið tilbúinn í það þá án þess að vita hvernig þetta verður."

Maður þarf að leyfa sér að hafa skoðanir og standa við þær

,,Ég held að ég eigi nú alveg sök, hlut, þátt í því að fólk hafi skoðanir á því hvernig ég er, hvað ég geri og hvað ég segi. Það er allt í lagi, þetta snýst um það að ég trúi því sem ég er að gera og því fólki sem ég vinn með og reyni að vera heiðarlegur og segja hlutina eins og þeir eru."

,,Sumir kalla það hroka aðrir kalla það eitthvað annað. Hroki er ekkert sérstaklega skemmtilegur en ég held að maður verði að leyfa sér að það, ef maður hefur einhverja sérfræðiþekkingu af einhverjum hlutum sem að knattspyrnuþjálfari vissulega er þá þarf maður að leyfa sér að hafa skoðanir og standa við þær og þora að tjá sig um þær og vera óhræddur við það sem aðrir hafa að segja."

,,Svo er þetta spurning hvernig þetta er borið fram og eflaust hef ég einhvern tímann borið það fram eins og það héldi að ég vissi allt en það er langt í frá."

,,Ég varð ekkert verri þjálfari við það að vera rekinn frá Fram eða falla með Fram en þetta er oft spurning um stað og stund og match. Hvernig þjálfari og félag fitta hvort öðru, á þeim tímapunkti mátu forráðarmenn Fram sem svo að ég væri ekki að ná árangri sem þeir vildu og þeir vildu skipta um mann."

,,Þá er mikilvægast að falla ekki í einhverja sjálfsvorkunn og halda að maður sé eitthvað verri heldur skoða hvað olli og ég var heppinn og þakklátur að fá tækifærið með Breiðablik, sumarið 2006. Miklir umbrotatímar og margt sem að gerðist og oft eflaust nálægt því að vera látinn fara en menn höfðu þolinmæði og þar held ég að það hafi skipt mestu máli."

,,Þó svo taflan hafi ekki alltaf verið topp þrír þá var alltaf eitthvað ferli í gangi sem að losnaði svo 2009, 2010 og 2011 í kjölfarið. Þolinmæðin og backup sem ég fékk var mjög gott og átti þátt í því að okkur tókst ágætlega til,"
sagði hann ennfremur.

Hjálpar Gumma ekkert í þjálfuninni að vera góður sjónvarpsmaður

,,Það hjálpar honum ekkert í þjálfuninni að vera góður sjónvarpsmaður og hann gerir sér grein fyrir því. Gummi hefur það að hann hefur spilað leikinn og les leikinn gríðarlega vel. Hann er með góða tilfinningu fyrir leikmönnum og hvað þeir þurfa og hvernig þeir eiga að geta spilað leikinn. Rólegur, afslappaður og klára sýn á fótbolta og það gagnast honum mjög vel í þjálfarastarfinu."

,,Það er jákvætt að taka mann sem hefur farið í gegnum aðferðarfræðina og vinnubrögðin hjá félaginu svo vissulega er þetta nýtt en ég hef engar áhyggjur af því að hann geti ekki stigið úr aðstoðarþjálfarahlutverkinu og inn í hitt því hann hefur virðingu leikmanna og heldur henni ef hann trúr sjálfum sér og er hann sjálfur."

Óli er bara á Twitter til þess að tala

,,Twitter er sniðugt verkfæri eins og svo mörg önnur í dag ef að menn fara vel með það en varðandi leikmenn, þjálfara og annað. Það gildir alveg eins fyrir mig og alla aðra, það þýðir ekkert að vera töffari á Twitter og hnipra sig svo niður þegar á hólminn er komið á því starfi sem við erum að sinna."

,,Ég er að nálgast fimmtugt og svona. Ég þarf að setja mig inn í hugarheim leikmanna og skilja hvernig þeirra samfélag og umhverfi er og það er ágætt. Það var einhver sem sagði við mig að ég væri að detta í 500 fylgjendur en ég fylgi bara þremur. Það var helvíti gott sem einhver sagði við mig um daginn. Hann Óli er á Twitter en hann er bara að tala, það er ágætis lýsing,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner