Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: 16 ára með dramatískt sigurmark Vals - FH marði Þór/KA
Ragnheiður Þórunn gerði annað mark sitt í deildinni
Ragnheiður Þórunn gerði annað mark sitt í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín Hermannsdóttir gerði eina mark FH
Ída Marín Hermannsdóttir gerði eina mark FH
Mynd: FH
Elísa Lana sá rautt
Elísa Lana sá rautt
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslandsmeistarar Vals unnu dramatískan 1-0 sigur á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna í kvöld. Ída Marín Hermannsdóttir tryggði á meðan FH 1-0 sigur á Þór/KA.

Valur var þremur stigum á eftir Blikum fyrir leikinn í kvöld. Liðið vann Þrótt 3-0 í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum, uppskriftin var ekki alveg sú sama í dag.

Þróttarar byrjuðu sterkt og vildu fá vítaspyrnu á 17. mínútu í tvígang. Fyrst var Leah Pais ýtt í teignum, sem hefði verið ódýr vítaspyrna, en síðan fór boltinn í höndina á leikmanni Vals og niður í jörðina en ekkert dæmt.

Valskonur komust í dauðafæri fjórum mínútum síðar. Ísabella Sara Tryggvadóttir með laglega sendingu á Nadíu Atladóttur en hún setti boltann framhjá.

Liðin fengu tvö mjög góð færi undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst missti Mollee Swift, markvörður Þróttara, boltann úr höndunum og náði Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir að pota honum í átt að marki en Sæunn Björnsdóttir bjargaði á línu.

Stuttu síðar komst Pais í flott færi hinum megin á vellinum en Fanney Inga Birkisdóttir varði stórkostlega í marki Vals.

Það var ekki sama fútt í síðari hálfleiknum. Það færðist ekki spenna í leikinn fyrr en á lokamínútunum. Þróttarar fengu gott færi eftir hornspyrnu Sæunnar á 86. mínútu en Sóley María Steinarsdóttir náði ekki að koma boltanum í netið.

Nokkrum mínútum síðar kom sigurmarkið. Hin 16 ára gamla Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir. Þegar klukkan var að slá á 90 mínútur kom Anna Rakel Pétursdóttir með boltann inn í teiginn á Ragnheiði sem kláraði færið örugglega. Gríðarlega einfalt.

Annað mark hennar á tímabilinu og var þetta það mikilvægasta til þessa því það kemur Val upp að hlið Breiðabliks í toppbaráttunni, en bæði lið eru með 30 stig. Þróttur er á meðan með 10 stig í 7. sæti.

Vítaspyrna Ídu tryggði sigurinn

FH-ingar unnu Þór/KA, 1-0, á VÍS-vellinum á Akureyri.

Sandra María fékk besta færi heimaliðsins í fyrri hálfleiknum er hún setti boltann rétt framhjá eftir sendingu Huldu Óskar.

Nokkrum mínútum eftir þetta færi fengu FH-ingar vítaspyrnu er Agnes Birta Stefánsdóttir reif Ídu Marín Hermannsdóttur niður í teignum.

Ída Marín fór sjálf á punktinn og skoraði. Þriðja deildarmark hennar á tímabilinu.

Þór/KA fékk fleiri færi í fyrri hálfleiknum en nýtti ekki. FH-ingar því sáttar með að fara með forystuna inn í hálfleikinn.

Heimakonur héldu áfram að skapa sér í þeim síðari en þetta var bara ekki þeirra dagur. Það kom smá von í liðið þegar Elísa Lana SIgurjónsdóttir, leikmaður FH, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fjórar mínútur voru eftir.

Þær náðu hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölur því 1-0 FH í vil. FH er með 19 stig í 4. sæti en Þór/KA í 4. sæti með 21 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Valur 1 - 0 Þróttur R.
1-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('90 )
Lestu um leikinn

Þór/KA 0 - 1 FH
0-1 Ída Marín Hermannsdóttir ('40 , víti)
Rautt spjald: Elísa Lana Sigurjónsdóttir, FH ('86) Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 11 10 0 1 28 - 4 +24 30
2.    Valur 11 10 0 1 32 - 11 +21 30
3.    Þór/KA 11 7 0 4 26 - 13 +13 21
4.    FH 11 6 1 4 17 - 17 0 19
5.    Víkingur R. 11 4 4 3 16 - 19 -3 16
6.    Stjarnan 11 4 0 7 15 - 27 -12 12
7.    Þróttur R. 11 3 1 7 9 - 14 -5 10
8.    Tindastóll 11 3 1 7 12 - 22 -10 10
9.    Fylkir 11 1 3 7 10 - 23 -13 6
10.    Keflavík 11 2 0 9 7 - 22 -15 6
Athugasemdir
banner
banner