Það vakti athygli í vikunni að Halldór Páll Geirsson skipti yfir í ÍBV frá KFS en markmaðurinn hafði síðast spilað með ÍBV sumarið 2022. Halldór Páll var á árunum 2017-2021 aðalmarkmaður ÍBV en fór í KFS sumarið 2022. Leikurinn í gær, gegn KR í Lengjubikarnum, var hans fyrsti síðan í september 2023 þegar hann lék með KFS í 3. deildinni.
Halldór Páll spilaði fyrstu 68 mínútur leiksins og svo kom Jón Kristinn Elíasson inn og leysti hann af. Dóri, eins og hann er kallaður, kemur inn í hóp ÍBV vegna meiðsla hjá Hjörvari Daða Arnarssyni sem lék meirihluta leikja ÍBV í fyrra þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni.
Halldór Páll spilaði fyrstu 68 mínútur leiksins og svo kom Jón Kristinn Elíasson inn og leysti hann af. Dóri, eins og hann er kallaður, kemur inn í hóp ÍBV vegna meiðsla hjá Hjörvari Daða Arnarssyni sem lék meirihluta leikja ÍBV í fyrra þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni.
„Dóri er búinn að æfa með okkur í tvo mánuði, hann byrjaði að æfa út af því það voru meiðsli á Hjörvari eftir síðasta tímabil. Við ætluðum að meta það núna hvernig staðan er á Hjörvari, hann var meiddur fyrir áramót og meiddist aftur núna. Við ákváðum að skipta Dóra yfir til að skoða hann í leik og sjá hvar hann stendur. Við erum líka að spila tvo leiki á þremur dögum. Eins og staðan er núna er markmannsstaðan opin, Hjörvar var númer eitt í fyrra en hann er búinn að vera töluvert frá," segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, um markmannsstöðuna.
„Það er búið að vera ýmislegt sem Hjörvar hefur verið að glíma við, hann var meiddur á nára fyrir áramót og tók tíma að vinna sig úr þeim. Núna er hann meiddur aftan á læri. Þetta eru ekki alvarleg meiðsli, en leiðindameiðsli."
„Við ákváðum að skipta Dóra yfir og meta stöðuna. Við vitum meira með Hjörvar einhvern tímann í næstu viku. Við eigum ekki von á öðru en að hann verði í lagi, en við viljum vera með öryggið á oddinum og vera með þrjá markmenn til taks."
Hvernig er Dóri að koma inn í þetta?
„Það er eðlilega smá ryð, hann hafði spilað einn leik síðan 2022 og það var haustið 2023 með KFS. Hann er í hörkustandi, hugsar mjög vel um sig. Eins og staðan er núna, mánuður í mót, við sjáum á næstunni hvernig staðan er með Hjörvar. Við höfum áhyggjur af meiðslunum og urðum að bregðast við. Það var einfaldast að skipta Halldóri yfir þar sem hann er búinn að æfa með okkur og býr í Vestmannaeyjum. Hann er góður markmaður," segir Láki.
Aðrar fréttir úr leiknum í gær eru þær að Omar Sowe fór af velli sjö mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær, Breki Baxter er tæpur og Milan Tomic gat ekki spilað eftir að hafa orðið sjóveikur. ÍBV spilar aftur á morgun, á Selfossi.
Í kjölfarið, 15. mars, fer ÍBV út í æfingaferð. Eyjamenn fara til Marbella á Spáni.
Athugasemdir