Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 04. október 2024 19:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðrún meistari með Rosengard - Sveindís og Sædís skoruðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðrún Arnardóttir var í kvöld sænskur meistari með Rosengard en það eru enn fjórar umferðir eftir af deildinni.


Liðið hefur verið með ótrúlega yfirburði á tímabilinu en eftir leik kvöldsins gegn Kristanstad, þar sem Rosengard vann 2-1, hefur liðið unnið alla 22 leiki sína í deildinni.

Þetta var fjórtándi titill félagsins í sögunni. Liðið var meistari árið 2021 og 2022 en það voru gríðarleg vonbrigði í fyrra þegar liðið endaði í 7. sæti en liðinu tókst svo sannarlega að snúa því gengi við. 

Katla Tryggvadóttir og Guðný Árnadóttiir voru í byrjunarliði Kristanstad sem er í 4. sæti deildarinnar með 42 stig. Maria Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði í markalausu jafntefli Liinköping gegn Hammarby. Linköping er í 8. sæti meeð 26 stig.

Wolfsburg vann öruggan 5-0 sigur á RB Leipzig í þýsku deildinni í kvöld. Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á eftir klukkutíma leik í stöðunni 1-0 en hún bætti við öðru markinu aðeins fimm mínútum síðar.

Wolfsburg er í 3. sæti með tíu stig eftir fimm umferðir. Liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Bayern sem á leik til góða.

Þá innsiglaði Sædís Rún Heiðarsdóttir 3-1 sigur Valerenga á Asane í norsku deildinni. Valerenga er á toppnum með 60 stig eftir 22 leiki. 


Athugasemdir
banner
banner
banner