Glenn Whelan mun ekki snúa aftur í teymið hjá írska landsliðinu fyrir leikina sem eru í þessum mánuði. Whelan gagnrýndi hugarfar landsliðsmanna opinberlega í síðasta glugga sem var fyrsti gluggi Heimis Hallgrímssonar með liðið.
Whelen velti því fyrir sér hvort töp liðsins væru að hafa eins mikil áhrif á leikmenn og þau væru að hafa á hann. Heimir var spurður út í gagnrýni Whelan á fréttamannafundi.
„Ég hef ekki gert þetta," sagði Heimir.
Whelan spilaði á sínum tíma 91 landsleik fyrir Írland. Hann hefur svo bæði verið í þjálfarateymi landsliðsins og séð um að leikgreina andstæðinga.
„Hann var að njósna fyrir okkur um Grikkland og Finnland, en hann mun ekki gera það lengur. Ég þekki Glenn ekki neitt og ég hef aldrei talað við hann. Ég veit ekki við hverju á að búast frá honum en þetta er eitthvað sem ég hefði ekki gert," sagði íslenski þjálfarinn sem er núna á leið inn í sitt annað verkefni með írska landsliðinu.
“Does it really hurt the lads?”
— Daniel Hussey (@DanielHussey2) September 10, 2024
“You can go on to social media, ‘onto the next one’… but show us out on the pitch. Show us on the grass that it hurts.”
“It meant loads to me… I hated losing.”
Glenn Whelan not holding back.
pic.twitter.com/tp8jxZJND6
Athugasemdir