Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. október 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Motta: Félagið ákveður hvað verður gert með Pogba
Mynd: EPA
Paul Pogba fékk góðar fréttir í gær þegar bann hans vegna inntöku ólöglegra lyfja var stytt um tvö og hálft ár. Hann var upphaflega úrskurðaður í fjögurra ára bann en mun taka út um það bil eitt og hálft ár.

Hann má byrja að æfa með liði í janúar og byrja spila í mars.

Hann er samningsbundinn Juventus en það heyrast sögur um að þeim samningi gæi verið rift. Thiago Motta, stjóri Juventus, var spurður út í Pogba í dag.

„Félagið ákveður hvað verður gert með Pogba. Pogba var frábær leikmaður, hann hefur ekki spilað í langan tíma. Ég er bara að einbeita mér að nútíðinni," sagði Mota í dag.

Pogba er 31 árs franskur miðjumaður sem hefur leikið með Juventus og Manchester United á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner