Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   fös 04. október 2024 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Szczesny vildi alls ekki yfirgefa Juventus - „Verð áfram stuðningsmaður"
Mynd: Getty Images

Wojciech Szczesny yfirgaf herbúðir Juventus í sumar og lagði hanskana á hilluna í kjölfarið. Hann var þó ekki ánægður með ákvarðanir sem ítalska félagið tók í aðdragandanum.


„Ég vildi hjálpa liðinu áfram svo það var undir mér komið hvað myndi gerast. Ég bjóst ekki við því að vera ekki hluti af verkefninu áfram," sagði Szczesny.

„Í upphafi síðasta tímabils ræddi ég mjög opinskátt við Giuntoli, yfirmann fótboltamála hjá Juventus, þegar við ætluðum að fara ræða um nýjan samning. Ég sagði honum að ég myndi hætta eftir 2024/25 tímabilið en svo las ég fréttir af Di Gregorio í blöðunum."

Juventus nældi í Michele Di Gregorio frá Monza í sumar og er hann orðinn aðalmarkvörður.

„Ég hélt að ég yrði númer tvö því Matia Perin vildi fara. Þegar þeir fengu Di Gregorio ræddum við um að ég myndi rifta samningi mínum. Það var ákvörðun hjá félagiinu og ég vildi það ekki en samþykkti það."

„Ég vildi vera áfram í eitt ár í viðbót. Mér fannst ég geta gefið meira frá mér. Ég ber ekki slæmar tilfinningar til Giuntoli, ég viðri félagið áfram og mun áfram vera stuðningsmaður," sagði Szczesny að lokum.

Szczesny hefur tekið hanskana af hillunni en hann samdi við Barcelona á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner