Núna klukkan 16:30 hefst síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni þegar Everton tekur á móti Newcastle.
Fyrir leikinn er Everton í 16. sæti - eftir að hafa tekið sinn fyrsta sigur um síðustu helgi - og Newcastle í sjöunda sæti.
Fyrir leikinn er Everton í 16. sæti - eftir að hafa tekið sinn fyrsta sigur um síðustu helgi - og Newcastle í sjöunda sæti.
Það er búið að opinbera byrjunarliðin fyrir leikinn. Jarrad Branthwaite sneri til baka í lið Everton um síðustu helgi eftir meiðsli en hann er aftur kominn á meiðslalistann.
Michael Keane byrjar í hjarta varnarinnar hjá Everton ásamt James Tarkowski.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, er með sama byrjunarlið og um síðustu helgi gegn Manchester City. Anthony Gordon er að mæta á gamla heimavöll sinn.
Byrjunarlið Everton: Pickford; Young, Tarkowski, Keane, Garner, Mangala, Doucoure, Harrison, McNeil, Ndiaye, Calvert-Lewin.
Byrjunarlið Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Burn, Hall, Joelinton, Tonali, Guimaraes, Gordon, Barnes, Murphy.
Athugasemdir