Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. október 2024 15:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Bæði Arsenal og Man City komu til baka
Havertz heldur áfram að skora.
Havertz heldur áfram að skora.
Mynd: Getty Images
Kovacic gerði tvö.
Kovacic gerði tvö.
Mynd: Getty Images
Brentford skoraði fimm.
Brentford skoraði fimm.
Mynd: Getty Images
Arsenal og Manchester City komu bæði til baka eftir að hafa lent undir í leikjunum sem voru að klárast núna fyrir stuttu í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal lék gegn Southampton á heimavelli og fyrirfram var búist við öruggum sigri heimamanna. En eins og um síðustu helgi - gegn Leicester - þá lenti Arsenal í smá kröppum dansi. Cameron Archer kom Dýrlingunum nefnilega yfir eftir að staðan hafði verið markalaus í hálfleik.

En Arsenal svaraði fljótt. Kai Havertz, sem hefur verið heitur að undanförnu, jafnaði strax og síðan bættu Gabriel Martinelli og Bukayo Saka við mörkum.

Arsenal er í þriðja sæti með 17 stig, alveg eins og City. Ríkjandi Englandsmeistararnir lentu undir gegn Fulham en Mateo Kovacic var í stuði og svaraði með tveimur mörkum. Jeremy Doku bætti við þriðja markinu áður en Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham.

Lokatölur voru 3-2 fyrir City sem er einu stigi á eftir toppliði Liverpool.

Skemmtilegasti leikur dagsins var líklega í London þar sem Brentford vann 5-3 sigur á Úlfunum. Það hlýtur að vera komin pressa á Gary O'Neil þar sem Úlfarnir eru á botninum með aðeins eitt stig. Leicester lagði Bournemouth og West Ham vann kærkominn sigur gegn Ipswich.

Arsenal 3 - 1 Southampton
0-1 Cameron Archer ('55 )
1-1 Kai Havertz ('58 )
2-1 Gabriel Martinelli ('68 )
3-1 Bukayo Saka ('88 )

Brentford 5 - 3 Wolves
1-0 Nathan Collins ('2 )
1-1 Matheus Cunha ('4 )
2-1 Bryan Mbeumo ('20 , víti)
2-2 Jorgen Strand Larsen ('26 )
3-2 Christian Norgaard ('28 )
4-2 Ethan Pinnock ('45 )
5-2 Fabio Carvalho ('90 )
5-3 Rayan Ait Nouri ('90 )

Leicester City 1 - 0 Bournemouth
1-0 Facundo Buonanotte ('16 )

Manchester City 3 - 2 Fulham
0-1 Andreas Pereira ('26 )
1-1 Mateo Kovacic ('32 )
2-1 Mateo Kovacic ('47 )
3-1 Jeremy Doku ('82 )
3-2 Rodrigo Muniz ('89 )

West Ham 4 - 1 Ipswich Town
1-0 Michail Antonio ('1 )
1-1 Liam Delap ('6 )
2-1 Mohammed Kudus ('43 )
3-1 Jarrod Bowen ('49 )
4-1 Lucas Paqueta ('69 )
Athugasemdir
banner
banner