PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fim 03. október 2024 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Maresca: Hefðum getað komið í veg fyrir það
Mynd: Getty Images
Ítalski stjórinn Enzo Maresca var passlega sáttur við 4-2 sigur Chelsea á Gent í Sambandsdeildinni í kvöld, en fannst liðið mega gera betur í varnarleiknum.

Maresca spilaði mörgum leikmönnum sem hafa verið að fá fáar mínútur á tímabilinu.

Þeir gerðu nokkuð vel gegn sterku liði Gent en fannst margt ábótavant í varnarleiknum.

„Góð frammistaða. Þetta var erfiður leikur en við nálguðumst hann mjög vel. Það er eiginlega synd að við fáum á okkur annað markið, því við hefðum auðveldlega getað komið í veg fyrir það.“

„Hver einasti leikur er flókinn og margt sem má betur fara. Við getum gert betur í bæði vörn og sókn.“


Maresca gerði margar breytingar á liðinu enda með stóran hóp en einn af þeim sem fengu tækifærið var Kiernan Dewsbury-Hall, sem nýtti það og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.

„Þó þessir leikmenn hafi spilað í kvöld þá þýðir það ekki að þeir verði ekki með næsta leik.“

„Ég þekkir Kiernan vel. Ég veit hvernig það er þegar þú ert stór leikmaður og verð síðan í stórt félag. Það er ekki auðvelt því þar ertu kannski ekki aðalmaðurinn. Því getur það verið erfitt í byrjun, en ég var bara mjög ánægður fyrir hans hönd,“
sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner