Tchouameni á Anfield? - United skoðar ungan leikmann Arsenal - Chelsea skoðar möguleg kaup á Karim Adeyemi
banner
banner
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
sunnudagur 3. nóvember
Championship
Millwall - Burnley - 15:00
FA Cup
MK Dons - Wimbledon - 12:30
Sutton Utd - Birmingham - 12:30
Boreham - Leyton Orient - 14:00
Curzon Ashton - Mansfield Town - 14:00
Harrogate Town - Wrexham - 15:30
Úrvalsdeildin
Man Utd - Chelsea - 16:30
Tottenham - Aston Villa - 14:00
Super League - Women
Manchester Utd W - Arsenal W - 12:30
Aston Villa W - Liverpool W - 16:30
Brighton W - Leicester City W - 14:00
Crystal Palace W - Manchester City W - 14:00
Everton W - Chelsea W - 18:45
Tottenham W - West Ham W - 14:00
Division 1 - Women
Lyon - PSG (kvenna) - 13:00
Bundesligan
Freiburg - Mainz - 14:30
Gladbach - Werder - 16:30
Bundesliga - Women
Wolfsburg - Freiburg W - 17:30
RB Leipzig W - Hoffenheim W - 13:00
Serie A
Verona - Roma - 17:00
Inter - Venezia - 19:45
Napoli 0 - 2 Atalanta
Torino - Fiorentina - 14:00
Serie A - Women
Fiorentina W 0 - 1 Inter W
Sampdoria W - Roma W - 14:00
Milan W - Sassuolo W - 17:00
Eliteserien
KFUM Oslo - Sarpsborg - 16:00
Rosenborg - Stromsgodset - 18:15
Tromso - Ham-Kam - 16:00
Lillestrom - Haugesund - 16:00
Molde - Bodo-Glimt - 16:00
Odd - SK Brann - 16:00
Fredrikstad - Kristiansund - 16:00
Toppserien - Women
Kolbotn W - Lillestrom W - 13:00
Rosenborg W - Asane W - 13:00
Roa W - Stabek W - 13:00
Arna-Bjornar W - Lyn W - 13:00
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar - Orenburg - 16:45
Akhmat Groznyi - Nizhnyi Novgorod - 12:15
Fakel - Khimki - 14:30
Akron 2 - 0 Kr. Sovetov
La Liga
Athletic - Betis - 20:00
Atletico Madrid - Las Palmas - 13:00
Sevilla - Real Sociedad - 17:30
Barcelona - Espanyol - 15:15
Damallsvenskan - Women
Rosengard W - Linkoping W - 14:00
Pitea W - Norrkoping W - 13:00
Elitettan - Women
Umea W - Eskilstuna United W - 13:00
mið 09.ágú 2023 15:30 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 6. sæti: „Hann mun vera besti ungi leikmaðurinn á þessu tímabili"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í sjötta sæti í spánni er Chelsea.

Chelsea fagnar marki á síðasta tímabili.
Chelsea fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Pochettino er tekinn við Chelsea.
Pochettino er tekinn við Chelsea.
Mynd/Getty Images
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Mynd/Getty Images
Reece James tekur líklega við fyrirliðabandinu hjá Chelsea.
Reece James tekur líklega við fyrirliðabandinu hjá Chelsea.
Mynd/Getty Images
Nkunku er mjög spennandi leikmaður.
Nkunku er mjög spennandi leikmaður.
Mynd/Getty Images
Mount var seldur til Manchester United.
Mount var seldur til Manchester United.
Mynd/Getty Images
Leiðtogi.
Leiðtogi.
Mynd/Getty Images
Enzo Fernandez, miklar væntingar eru gerðar til hans.
Enzo Fernandez, miklar væntingar eru gerðar til hans.
Mynd/Getty Images
Eggert Aron er stuðningsmaður Chelsea.
Eggert Aron er stuðningsmaður Chelsea.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var ekki rétti maðurinn fyrir Chelsea.
Var ekki rétti maðurinn fyrir Chelsea.
Mynd/EPA
Colwill er spennandi.
Colwill er spennandi.
Mynd/Getty Images
Mykhaylo Mudryk kom ekki sterkur inn á síðasta tímabili en það er búist við meiru frá honum á nýrri leiktíð.
Mykhaylo Mudryk kom ekki sterkur inn á síðasta tímabili en það er búist við meiru frá honum á nýrri leiktíð.
Mynd/Getty Images
Eigandinn Todd Boehly, hér fyrir miðju, er einn sá litríkasti í ensku úrvalsdeildinnii..
Eigandinn Todd Boehly, hér fyrir miðju, er einn sá litríkasti í ensku úrvalsdeildinnii..
Mynd/Getty Images
Sóknarmaðurinn Nicolas Jackson í baráttunni.
Sóknarmaðurinn Nicolas Jackson í baráttunni.
Mynd/Getty Images
Hvað gerir Chelsea á tímabilinu sem er framundan?
Hvað gerir Chelsea á tímabilinu sem er framundan?
Mynd/EPA
Um Chelsea: Félagið er á leið inn í sitt annað tímabil eftir að Todd Boehly og fjárfestingarhópurinn Clearlake Capital tóku yfir félagið. Síðasta tímabil var hrein hörmung, það verður ekkert skafað af því. Tólfta sæti er ekki boðlegt fyrir félag eins og Chelsea, og utan frá virtist ríkja stefnuleysi. Boehly gæti rofið 1 milljarð punda múrinn í sumar og það er í raun ótrúlegt að leikmannahópurinn sé ekki sterkari miðað við það.

Thomas Tuchel var rekinn í byrjun tímabilsins þar sem hann og Boehly náðu ekki saman. Graham Potter var ráðinn í staðinn en hann gerði ekki góða hluti og var rekinn áður en tímabilið kláraðist. Frank Lampard kláraði tímabilið í stjórastólnum og það var aldrei vænlegt til árangurs.

Hópurinn var afskaplega stór á síðasta tímabili en í sumar hefur hann minnkað, og reynslan hefur farið mikið úr liðinu. Það eru nokkur spurningamerki og það er erfitt að sjá Chelsea komast aftur í Meistaradeildina strax, en það er ekki ómögulegt.

Stjórinn: Það voru ekki allir Chelsea stuðningsmenn vissir um að það væri rétt ákvörðun að ráða Mauricio Pochettino til starfa fyrr í sumar. Enda er hann fyrrum stjóri Tottenham, og einn þeirra ástælasti stjóri. En eins og kom fram í Chelsea hlaðvarpinu í gær þá hefur Pochettino byrjað ansi vel og komið sterkur inn í starfið. Pochettino þekkir ensku úrvalsdeildina afskaplega vel eftir að hafa stýrt Spurs í mörg ár. Það er spurning hvort honum takist það hjá Chelsea sem honum tókst ekki að vinna hjá Tottenham - að vinna titla.

Leikmannaglugginn: Það hefur verið gríðarlega mikið að gera hjá Chelsea, margir leikmenn hafa komið inn og margir leikmenn farið út. Þetta eru miklar breytingar á stuttum tíma og liðið mun þurfa tíma til aðlagast.

Komnir:
Christopher Nkunku frá RB Leipzig - 51 milljón punda
Axel Disasi frá Mónakó - 38,7 milljónir punda
Nicolas Jackson frá Villarreal - 32 milljónir punda
Robert Sánchez frá Brighton - 25 milljónir punda
Lesley Ugochukwu frá Rennes - 23,5 milljónir punda
Angelo Gabriel frá Santos - 12,9 milljónir punda
Diego Moreira frá Benfica - á frjálsri sölu

Farnir:
Kai Havertz til Arsenal - 60 milljónir punda
Mason Mount til Man Utd - 55 milljónir punda
Mateo Kovacic til Man City - 25 milljónir punda
Kalidou Koulibaly til Al-Hilal - 20 milljónir punda
Christian Pulisic til AC Milan - 17,1 milljón punda
Édouard Mendy til Al-Ahli - 16 milljónir punda
Ruben Loftus-Cheek til AC Milan - 15 milljónir punda
Ethan Ampadu til Leeds - 7 milljónir punda
Angelo Gabriel til Strasbourg - á láni
Pierre-Emerick Aubameyang til Marseille - á frjálsri sölu
Omari Hutchinson til Ipswich - á láni
David Datro Fofana til Union Berlín - á láni
Abdul Rahman Baba til PAOK - samningur rann út
César Azpilicueta til Atletico Madrid - á frjálsri sölu
N'Golo Kanté til Al-Ittihad - samningur rann út
Tiemoué Bakayoko - samningur rann út
Dujon Sterling til Rangers - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:
Nkunku kemur svo líklega inn þegar hann kemur úr meiðslum. Hann getur leyst flestar stöður framarlega á vellinum.



Lykilmenn: Fyrstur þar á blað er hægri bakvörðurinn Reece James en hann er líklega besti hægri bakvörður deildarinnar, ef hann helst heill sem hann verður að gera. Thiago Silva er einnig afar mikilvægur en hann er einn af fáum sem eru með reynslu í þessum hóp, einn af fáum leiðtogum. Enzo Fernandez er þá heimsmeistari á miðsvæðinu og er með mikil gæði; hann á stjórna spilinu. Án hans er miðjan bara alls ekkert heillandi.

„Ein allra besta ákvörðun lífs okkar"
Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er mikill stuðningsmaður Chelsea en við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið.

Ég byrjaði að halda með Chelsea af því að... Ég og Arnar Daníel félagi minn ákváðum það einn daginn á leikskólanum að halda með Chelsea. Við ræddum þetta einmitt um daginn. Ein allra besta ákvörðun lífs okkar.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Champions league titlarnir. Munchen 2012 og Drekavellirnir 2021.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Úff hvar byrja ég? Recruitmentið var skrítið. Hauguðum inn varnarmönnum og ungum leikmönnum. Erfitt var að lesa hver innkaupastefnan var. Flest kaupin reyndust vera flopp. Cucurella og Koulibaly alls ekki nógu góðir. Keyptum Fofana á rosalegan pening sem hefur meiðslasögu og spilaði voðalega lítið. Súr stemmning myndaðist mjög fljótt þar sem Thomas Tuchel var skjótandi á menn hægri vinstri. Tommi látinn fara í kjölfar slaks gengis og slæmra samskipta við Todd minn Boehly. Harry Potter kemur þar inn og á að bjarga öllu. Greyið maðurinn var aldrei maðurinn í þetta. Likeable guy og allt það en við erum Chelsea. King Bruno Saltor tekur einn leik og var mögulega besti leikur okkar á tímabilinu við Liverpool. En Boehly með hjálp frá James litla Corden heyrði í Frank Lampard að taka við út tímabilið. Restin af tímabilinu var skammarleg en hægt er að hlusta á podcast við Lampard um hvernig þetta var í lok tímabils. Rant búið.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Fer í Chelsea sokkana og brækurnar.

Hvern má ekki vanta í liðið? Reece James og Ben Chilwell. Allur sóknarþungi Chelsea.

Hver er veikasti hlekkurinn? Spænski strákurinn í markinu (en núna er Sanchez kominn inn).

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Margir um að velja. Held að Levi Colwill verði geggjaður en það muni ekki beint koma á óvart. Andrey Santos er leikmaðurinn sem á að fylgjast með, 19 ára miðjumaður með alvöru skrokk og leikskilning á við reyndan leikmann.

Við þurfum að kaupa... Djúpan miðjumann, Moises Caicedo.

Hvað finnst þér um stjórann? Ára er orðið yfir Pochettino. Nettasti stjórinn í deildinni. Það er bara þannig. Klisjan að hlaupa fyrir vegg fyrir þjálfarann á best við um Poch.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Mjög vel. Nýju leikmennirnir hafa komið mér skemmtilega á óvart. Hafa litið vel út í þessum leikjum. Mudryk er að fara hlaupa yfir þessa deild. Þetta U-21 mót setti 'blood pa tanden' eins og Mækarinn myndi segja það og mun hann vera besti ungi leikmaðurinn á þessu tímabili. Poch er að smíða eitthvað skrímsli í Nico Jackson. Nkunku lítur vel út. Komnir loksins með alvöru backup fyrir Reece James í Malo Gusto sem slökkti í Mitoma nýlega. Klárum einn holding miðjumann þá eru allir vegir færir.

Hvar endar liðið? Stefnan er alltaf sett á titilinn hjá Chelsea. En væri sáttur með fjórða sætið.

Chelsea hefur leik í ensku úrvalsdeildinni sunnudaginn 13. ágúst gegn Liverpool á heimavelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Chelsea, 184 stig
7. Tottenham, 164 stig
8. Aston Villa, 157 stig
9. Brighton, 155 stig
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner
banner