Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 09. nóvember 2022 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari á vonbrigðalista í Svíþjóð
Í leik með Norrköping.
Í leik með Norrköping.
Mynd: Guðmundur Svansson
Var að klára sitt sextánda heila tímabil í atvinnumennsku.
Var að klára sitt sextánda heila tímabil í atvinnumennsku.
Mynd: Guðmundur Svansson
Ari Freyr Skúlason var að ljúka sínu öðru tímabili með Norrköping í Svíþjóð eftir að hafa komið frá Oostende í Belgíu. Ari er 35 ára og lék oftast á miðjunni á tímabilinu. Hann er fyrrum landsliðsmaður, lagði landsliðsskóna á hilluna í fyrra, eftir að hafa spilað 83 landsleiki og þá flesta sem bakvörður.

Ari átti ekki gott tímabil með Norrköping að mati Aftonbladet. Sænski miðillinn var með Ara á vonbrigðalista þegar tímabilið var gert upp á dögunum. Norrköping endaði í tólfta sæti í sextán liða deild.

Ari kom við sögu í 27 leikjum í deildinni á tímabilinu, var einu sinni í banni og tvisvar ónotaður varamaður. Af leikjunum 27 byrjaði hann 21 og lék fjórtán sinnum allar 90 mínúturnar.

Í umsögn miðilsins segir eftirfarandi:

„Litu út fyrir að vera fínustu kaup þegar hann kom til Norrköping í mars 2021. Reynsla úr úrvalsdeildum og landsliði og vanur því að spila á gervigrasi frá því snemma á ferlinum í Allsvenskan. Fjölhæfur leikmaður með næga reynslu til að koma með stöðugleika í lið sem þurfti á því að halda."

„Fyrsta tímabilið var la-la og 2022 náði reynslumikli leikmaðurinn ekki að sýna betri hliðar. Heldur aðeins verri. Norrköping hefur verið í vandræðum í mörgum stöðum, sérstaklega með djúpa miðjumanninn. Skúlason hefði getað spilað stórt hlutverk þar, en hefur ekki náð að standast kröfur, sama hvort það eru staðsetningar í varnarleik, návígi eða sendingar. Skúlason hefur ekki verið sameiningaraflið sem liðinu hefur sárlega vantað."


Í lok umsagnarinnar er svo bent á það að Ari hafi alls ekki verið sá eini sem var undir væntingum hjá Norrköping á tímabilinu.

Ari er uppalinn í Val, fór í akademínuna hjá Heerenveen árið 2003 en kom aftur í Val árið 2005. Hann fór svo síðla sumars 2006 til Häcken og hefur verið í atvinnumennsku síðar.
Athugasemdir
banner
banner