Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   mið 09. nóvember 2022 14:22
Elvar Geir Magnússon
Bayern sendir stutta yfirlýsingu vegna meiðsla Mane
Senegalska þjóðin bíður milli vonar og ótta eftir tíðindum af meiðslum skærustu stjörnu landsliðsins, Sadio Mane.

Mane fór meiddur af velli í 6-1 sigurleik Bayern München gegn Werder Bremen í gær. Ljóst er að hann mun missa af leik Bayern gegn Schalke um komandi helgi.

Mane meiddist í hægri kálfa og fékk sér skyndilega sæti á vellinum, hann reyndi að halda leik áfram en það gekk ekki.

„Mane mun fara í frekari skoðun á komandi dögum. FC Bayern er í beinu sambandi við læknateymi senegalska fótboltasambandsins," segir í stuttri tilkynningu Bayern.

Mane er skærasta stjarna Senegal en franska blaðið L'Equipe fullyrti í morgun að Mane myndi missa af HM í Katar. Ekkert hefur verið þó staðfest í þeim efnum.

Fyrsti leikur Senegal á HM verður gegn Hollandi eftir þrettán daga. Tilkynna á senegalska hópinn á föstudag en Senegal er ríkjandi Afríkumeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner