banner
   mið 09. nóvember 2022 12:46
Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn farinn frá Stjörnunni (Staðfest)
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson hefur sagt skilið við Stjörnuna eftir eitt tímabil með liðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Stjarnan og Óskar Örn Hauksson hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn leikmaðurinn kveðji okkur eftir eitt tímabil með liðinu þar sem hann spilaði 31 leik og skoraði í þeim 3 mörk," segir í tilkynningu frá Stjörnunni.

Óskar er 38 ára og gekk í raðir Garðabæjarliðsins fyrir þetta tímabil frá KR. Það kom flestum á óvart að hann var ekki í mjög stóru hlutverki hjá Stjörnunni og byrjaði oft á bekknum.

Óskar var orðaður við endurkomu í Njarðvík í slúðurpakkanum og í Þungavigtinni var talað um að Grindavík hefði áhuga á að fá hann aftur í sínar raðir.

„Við þökkum Óskari kærlega fyrir sinn tíma hjá félaginu og fyrir hans framlag ásamt því að óska honum góðs gengis í næsta verkefni sínu! Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa Einar Karl Ingvarsson og Ólafur Karl Finsen einnig kvatt félagið og viljum við nýta tækifærið og þakka þeim í leiðinni fyrir sinn tíma hér og óskum þeim einnig velfarnaðar í næstu verkefnum!"

Stjarnan hafnaði í fimmta sæti Bestu deildarinnar á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner