
Brasilíski framherjinn Richarlison er mættur aftur til æfinga hjá Tottenham.
Richarlison meiddist á kálfa í 2-0 sigri Tottenham á Everton fyrir þremur vikum og hefur ekkert verið með síðan.
Brasilíumaðurinn óttaðist um að missa af HM en hann er í hópnum sem fer til Katar.
Hann er nú mættur til baka eftir meiðslin og æfði í fyrsta sinn í gær en þetta staðfesti Antonio Conte.
„Richarlison mætti aftur á æfingu í gær. Við erum ánægðir að hann sé mættur aftur,“ sagði Conte við fjölmiðla.
Tottenham mætir Nottingham Forest í deildabikarnum í kvöld og Leeds í úrvalsdeildinni um helgina en ekki er gert ráð fyrir að hann verði með í þeim leikjum.
Athugasemdir