mið 09. nóvember 2022 17:43
Brynjar Ingi Erluson
Shearer hefur ekki mikla trú á enska landsliðinu
Alan Shearer
Alan Shearer
Mynd: Getty Images
Fyrrum landsliðsmaðurinn, Alan Shearer, spáir því að enska landsliðið detti út í 8-liða úrslitum á HM í Katar en hann hefur litla trú á að liðið komist lengra en það.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, tilkynnir leikmannahóp sinn á morgun en Englendingar eru í riðli með Íran, Wales og Bandaríkjunum.

England komst alla leið í úrslit Evrópumótsins sem fór fram á síðasta ári og fór þá í undanúrslit HM í Rússlandi en liðið mun ekki ná svipuðum árangri í Katar að sögn Shearer.

„Ég sé það ekki fyrir mér að við förum jafn langt og við höfum gert á síðustu tveimur mótum. Southgate er mjög öruggur með miðsvæðið og framlínuna en varnarlínan er áhyggjuefni.“

„Við eigum að vinna riðilinn miðað við gæði hópsins en því lengra sem þú kemur inn í mótið því betri andstæðing færðu og því er varnarlínan mitt helsta áhyggjuefni.“

„Eftir þennan frábæra árangur sem liðið hefur náð á síðustu tveimur mótum þá viljum við að England taki næsta skref og reyni að vinna þetta. Við verðum að bíða og sjá hvort það verði að veruleika en það verður ótrúlega erfitt. Ég held að við munum komast í 8-liða úrslit,“
sagði Shearer.
Athugasemdir
banner
banner
banner