Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 10. nóvember 2017 09:22
Magnús Már Einarsson
Ray Anthony þjálfar Grindavík (Staðfest)
Ray Anthony Jónsson.
Ray Anthony Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Ray Anthony Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna.

Ray skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík í gærkvöldi.

Hann tekur við liðinu af Róberti Haraldssyni sem hætti á dögunum eftir að hafa stýrt Grindavík í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.

Ray Anthony lék með Grindavík um árabil en hann var einnig í landsliði FIlippseyja um tíma. Undanfarin tvö ár hefur hann þjálfað GG í 4. deild karla.

Honum til aðstoðar verður Nihad Hasecic. Nihad var aðstoðarþjálfari Grindvíkinga í Pepsi-deildin kvenna á liðnu tímabili.

Hann þjálfaði áður bæði kvenna og karlalið Sindra, auk þess sem hann hefur þjálfað yngri flokka bæði hjá Sindra og Grindavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner