Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á tvo syni sem eru í A-landsliðshóp karla, þá Willum Þór og Brynjólf Andersen. Nú er sá þriðji farinn að vekja á sér athygli.
Það er hinn 15 ára gamli Þór Andersen Willumsson sem er í Breiðabliki, hvar hann spilaði í 3. flokki í sumar.
Þór fór á fótoboltanámskeið Emils Hallfreðssonar við Gardavatnið á Ítalíu síðasta sumar og þar heilluðust fulltrúar Hellas Verona af honum.
Það endaði á að honum var boðið að æfa hjá Hellas Verona nú í haust og þangað er hann mættur ásamt Emil og fór á sína fyrstu æfingu í gær.
Athugasemdir