Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Dyche: Aldrei lagt eins hart að mér í starfi
Sean Dyche, stjóri Everton.
Sean Dyche, stjóri Everton.
Mynd: EPA
Everton er í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsætin. Stjóri liðsins, Sean Dyche, var spurður út í eigin stöðu og samband sitt við eigandann Farhad Moshiri á fréttamannafundi í dag.

„Þetta hefur aldrei verið auðvelt ferðalag síðan ég kom inn. Ég hef verið hreinskilinn með það. Þetta er búið að vera erfitt og er enn erfitt. Það er verið að vinna svo gott starf hjá félaginu en ég geri mér grein fyrir því að við verðum að vinna fótboltaleiki og það hafa ekki verið nægilega margir sigrar," segir Dyche.

„Ég hef alltaf verið í beinu sambandi við Moshiri, við tölum saman í síma og á WhatsApp. Ég veit að fjárfestahópar hafa verið nálægt því að kaupa félagið en ég bara bíð eftir að eitthvað verður frágengið."

„Við vinnum hart að því að bæta liðið og verðum að halda því áfram. Ég og starfsliðið mitt höfum unnið dag og nótt. Ég hef aldrei lagt jafn hart að mér í starfi sem stjóri eins og núna."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 13 11 1 1 26 8 +18 34
2 Arsenal 13 7 4 2 26 14 +12 25
3 Chelsea 13 7 4 2 26 14 +12 25
4 Brighton 13 6 5 2 22 17 +5 23
5 Man City 13 7 2 4 22 19 +3 23
6 Nott. Forest 13 6 4 3 16 13 +3 22
7 Tottenham 13 6 2 5 28 14 +14 20
8 Brentford 13 6 2 5 26 23 +3 20
9 Man Utd 13 5 4 4 17 13 +4 19
10 Fulham 13 5 4 4 18 18 0 19
11 Newcastle 13 5 4 4 14 14 0 19
12 Aston Villa 13 5 4 4 19 22 -3 19
13 Bournemouth 13 5 3 5 20 19 +1 18
14 West Ham 14 4 3 7 18 27 -9 15
15 Leicester 14 3 4 7 19 28 -9 13
16 Crystal Palace 14 2 6 6 12 18 -6 12
17 Everton 13 2 5 6 10 21 -11 11
18 Wolves 13 2 3 8 22 32 -10 9
19 Ipswich Town 14 1 6 7 13 25 -12 9
20 Southampton 13 1 2 10 10 25 -15 5
Athugasemdir
banner
banner
banner