Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
banner
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 14. ágúst
Lengjudeild karla
þriðjudagur 17. september
FA Cup
Alfreton Town 0 - 0 Spalding United
Banbury United 2 - 3 Melksham
Barking - Gorleston - 18:45
Gloucester City 0 - 2 Gosport Borough
Hednesford Town - Rugby Town - 18:45
Hungerford Town 0 - 1 Winchester City
Ilkeston 0 - 1 Hereford
Leiston - Brentwood Town - 18:45
Scarborough Athletic 5 - 2 Dunston UTS
Scunthorpe United 5 - 0 Newcastle Town
Slough Town 2 - 1 Chichester
Warrington Rylands 3 - 1 Newton Aycliffe
Wingate and Finchley - Cray Wanderers - 18:45
Witham Town - Haringey Borough - 18:45
Deildabikarinn
Stoke City 3 - 2 Fleetwood Town
Blackpool 0 - 1 Sheff Wed
Brentford 3 - 1 Leyton Orient
Everton 6 - 7 Southampton
Preston NE 1 - 1 Fulham
QPR 1 - 2 Crystal Palace
Man Utd 7 - 0 Barnsley
Meistaradeildin
Juventus 3 - 1 PSV
Young Boys 0 - 3 Aston Villa
Bayern 9 - 2 Dinamo Zagreb
Milan 1 - 3 Liverpool
Sporting 2 - 0 Lille
Real Madrid 2 - 1 Stuttgart
Vináttulandsleikur
Italy U-16 2 - 3 Spain U-16
Slovenia U-16 2 - 0 Hungary U-16
La Liga
Mallorca 1 - 0 Real Sociedad
Damallsvenskan - Women
Djurgarden W 5 - 2 Linkoping W
banner
fim 15.ágú 2024 12:35 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 3. sæti: „Get ekki annað sagt en að ég hafi grátið þegar það gerðist"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Deildin byrjar að rúlla á morgun. Við höldum áfram að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í þriðja sæti er Liverpool sem á mikinn hóp stuðningsmanna hér á landi.

Liverpool fagnar marki á síðasta tímabili.
Liverpool fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Jurgen Klopp hætti eftir níu ár.
Jurgen Klopp hætti eftir níu ár.
Mynd/Getty Images
Arne Slot tók við liðinu í sumar.
Arne Slot tók við liðinu í sumar.
Mynd/Getty Images
Fabio Carvalho fór til Bournemouth en Liverpool hefur ekki enn keypt leikmann í sumar.
Fabio Carvalho fór til Bournemouth en Liverpool hefur ekki enn keypt leikmann í sumar.
Mynd/-
Alisson Becker er algjör lykilmaður.
Alisson Becker er algjör lykilmaður.
Mynd/EPA
Virgil van Dijk er einn besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Virgil van Dijk er einn besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd/Liverpool
Mohamed Salah mætir með nýja hárgreiðslu.
Mohamed Salah mætir með nýja hárgreiðslu.
Mynd/Getty Images
Heiðar Austmann, útvarpsmaður og grjótharður stuðningsmaður Liverpool.
Heiðar Austmann, útvarpsmaður og grjótharður stuðningsmaður Liverpool.
Mynd/Úr einkasafni
Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish.
Mynd/Getty Images
Steven Gerrard var frábær leikmaður fyrir Liverpool á sínum tíma.
Steven Gerrard var frábær leikmaður fyrir Liverpool á sínum tíma.
Mynd/Getty Images
Úr leik Liverpool og Manchester United á undirbúningstímabilinu. Liverpool vann þann leik 3-0.
Úr leik Liverpool og Manchester United á undirbúningstímabilinu. Liverpool vann þann leik 3-0.
Mynd/Sölvi Haraldsson
Darwin Nunez og Alexis Mac Allister.
Darwin Nunez og Alexis Mac Allister.
Mynd/EPA
Stígur Gakpo upp á komandi tímabili?
Stígur Gakpo upp á komandi tímabili?
Mynd/Getty Images
Ungverjinn Dominik Szoboszlai.
Ungverjinn Dominik Szoboszlai.
Mynd/Liverpool
Liverpool var á eftir Zubimendi en það gekk ekki eftir.
Liverpool var á eftir Zubimendi en það gekk ekki eftir.
Mynd/Getty Images
'Finnst hann lúkka vel en alltof snemmt að segja til um hvernig hann höndlar enska boltann'
'Finnst hann lúkka vel en alltof snemmt að segja til um hvernig hann höndlar enska boltann'
Mynd/Liverpool
Liverpool stuðningsmenn láta vel í sér heyra.
Liverpool stuðningsmenn láta vel í sér heyra.
Mynd/Getty Images
Hvað skorar Darwin Nunez mörg mörk á komandi tímabili?
Hvað skorar Darwin Nunez mörg mörk á komandi tímabili?
Mynd/Getty Images
Frá Anfield, heimavelli Liverpool. Það er gaman að upplifa stemninguna þar.
Frá Anfield, heimavelli Liverpool. Það er gaman að upplifa stemninguna þar.
Mynd/Getty Images
Liverpool hefur gengið í gegnum miklar breytingar í sumar. Þar er það stærst að Jurgen Klopp er farinn eftir að hafa stýrt skútunni í níu ár. Klopp var elskaður og dáður af stuðningsmönnum og það var erfitt fyrir þá að kveðja hann. Það voru mörg tár á hvarmi þegar Klopp hélt lokaræðu sína sem stjóri Liverpool á Anfield síðasta vor.

Hollendingurinn Arne Slot fær það verðuga verkefni að stíga í fótspor Klopp og það verður klárlega ekki auðvelt. En Liverpool hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem þeir lögðu meðal annars bæði Arsenal og Manchester United að velli. Slot hefur verið að koma með sínar hugmyndir sem eru nokkuð frábrugðnar þeim sem Klopp var með. Klopp var meira í þungarokksfótbolta sem snerist um að pressa stíft á meðan fótboltinn hjá Slot er kannski aðeins yfirvegaðari. Slot hefur ekki enn fengið inn nýjan leikmann í sumar en menn hafa tekið því rólega á markaðnum hjá Liverpool.

Það verður nýr kafli skrifaður í sögu Liverpool í vetur og það verður gaman að sjá hvort hann verði jafn langur og farsæll og sá síðasti. Nýi kaflinn hefst í hádeginu á laugardaginn þegar nýliðar Ipswich verða heimsóttir.

Stjórinn: Arne Slot var ráðinn til að taka við af Klopp í sumar. Risastórt verkefni sem Slot fær. Hann er 45 ára Hollendingur sem hafði þjálfað Feyenoord frá 2021 og gert frábæra hluti með liðið. Feyenoord vann hollensku deildina undir hans stjórn í fyrra og hampaði liðið bikarnum í ár. Það voru margir þjálfarar, svo sem Ruben Amorim og Xabi Alonso, orðaðir við stöðuna hjá Liverpool en Slot var maðurinn sem fékk starfið. Hann er með frábært orðspor í Hollandi og þarf núna að flytja það yfir í enska boltann.

Leikmannaglugginn: Eins og áður segir þá hefur Liverpool ekki keypt neinn leikmann í sumar. Martin Zubimendi var efstur á óskalistanum en hann ákvað að hafna Liverpool og vera áfram hjá Real Sociedad. Liverpool er ekki að kaupa bara til að kaupa, það þarf að vera rétti leikmaðurinn. Þrátt fyrir að enginn leikmaður hafi verið keyptur til þessa, þá fær Slot sterkan hóp í hendurnar.

Komnir:

Farnir:
Fábio Carvalho til Bournemouth - 22,5 milljónir punda
Lewis Koumas til Stoke - Á láni
Thiago Alcântara - Hættur
Adrián til Real Betis - Á frjálsri sölu
Calvin Ramsay til Wigan - Á láni
Joël Matip - Samningur rann út



Lykilmenn:
Alisson Becker - Besti markvörður í heimi? Án efa allavega einn af þremur bestu og að margra mati sá besti. Hefur allt sem markvörður í heimsklassa þarf að hafa. Það er afskaplega lítið sem er hægt að setja út á þennan frábæra markvörð.

Virgil van Dijk - Hefur gert vel í því að koma til baka eftir erfið meiðsli og er aftur orðinn einn besti varnarmaður í heimi. Var virkilega góður á síðustu leiktíð, einn af allra bestu miðvörðurum ensku úrvalsdeildarinnar. Mun fara í sögubækurnar sem einn besti varnarmaður í sögu deildarinnar.

Mohamed Salah - Það var smá hiti á milli Salah og Klopp á síðustu leiktíð. Það var kominn einhver pirringur í þeirra samband. Núna er Salah með nýjan stjóra og spurning hvernig það gengur upp. Algjörlega frábær leikmaður sem skilar alltaf fullt af mörkum. Hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en er ekki að fara neitt alveg strax.

„Töfrandi staður til að heimsækja"

Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann er stuðningsmaður Liverpool en við fengum hann til að svara nokkrum spurningum fyrir tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Liverpool af því að... Þeir voru spennandi lið þegar ég var í kringum 6-7 ára aldurinn. Vinir mínir sem heita Gulli og Kiddi sem bjuggu við hliðina á mér í gamla daga héldu mikið með Liverpool og voru komnir aðeins lengra en ég með fótboltann sem áhugamál. Þeir í raun og veru kynda undir áhuga minn á klúbbnum og alltaf þegar við vorum í fótbolta þá vorum við í hlutverkaleik sem leikmenn Liverpool. Einn daginn var maður að "leika" Kenny Dalglish, annan daginn Ian Rush, stundum Jan Mölby og þar fram eftir götunum. Pabbi hélt líka með Liverpool á þessum tíma en í minningunni var hann aldrei neinn svaka stuðningsmaður þannig séð.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Heimsóknir á Anfield eru ofarlega í huga mér eðlilega enda er það töfrandi staður til að heimsækja og andrúmsloftið þar engu líkt. Hef heimsótt líklega 5-6 leikvanga á Englandi en Liverpool stendur upp úr hvað varðar stemningu og andrúmsloft. Ég held ég verði samt að segja sigurinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni 2005 þegar liðið var 0-3 undir í hálfleik, kom til baka og vann að lokum í vítaspyrnukeppni. Það var ótrúlegur dagur. Ég var svo brjálaður í hálfleik, liðið manns loksins komið í úrslitaleik CL en er síðan rassskellt á 45 mínútum. Auðvitað líka þegar Liverpool lyfti dollunni og vann ensku deildina í fyrsta skipti í 30 ár árið 2020. Get ekki annað sagt en að ég hafi grátið þegar það gerðist. Hélt ég myndi ekki upplifa það á minni lífsleið satt best að segja.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Þeir hafa verið nokkrir sem ég hef haldið uppá í gegnum tíðina. Dalglish, Fowler, Rush, Alonso og fleiri. Minn uppáhalds leikmaður er samt sem áður Steven Gerrard. Gæinn framkvæmdi kraftaverk á vellinum. Bar heilt lið á herðum sér þegar LFC voru ekkert nema miðlungsklúbbur. Leikmaður sem hafði í raun og veru allt þegar hann var uppá sitt besta. Hraða, skottækni, skalla, kraft, tæklingar og alvöru Scouser skap líka. Ekki annað hægt en að hrífast með þegar þú ert með gæja sem gaf allt sitt og rúmlega það fyrir klúbbinn. Verður alltaf í uppáhaldi hjá mér fyrir hvað hann stóð fyrir.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Fyrir tímabilið var ég ekkert vongóður. Enn einn uppbyggingafasinn að fara af stað og ný miðja í raun og veru að koma inn. Gengið liðsins var miklu miklu betra en ég átti von á í raun og veru og Klopp að sýna snilli sína enn og aftur með taktískum skiptingum og snilligáfu með því að þekkja hvern leikmann í bak og fyrir. Vonbrigðin komu á seinni hluta tímabilsins þegar að liðið í raun og veru datt út úr öllum keppnum á nokkrum vikum. Bensínið búið í raun og veru og ekki nægilega breidd og gæði til að halda í við City og Arsenal. Maður var vonsvikinn af því að maður var farinn að gera sér vonir að LFC gæti verið í baráttunni til loka umferðar. Ekki annað hægt en að vera sáttur samt með að enda í þriðja sæti deildarinnar en maður vill alltaf meira fyrst Klopp var svona duglegur við að safna málmi fyrir klúbbinn. Stuðningsfólk orðið góðu vant með að hafa Klopp við stjórnvölin.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Í raun og veru ekki. Þegar maður er með stóra fjölskyldu þá oft á tíðum nær maður ekki að ákveða hvar horft verður á leikinn fyrr en stuttu fyrir leik eða í mesta lagi nokkrum klukkutímum fyrir leik. Finnst mjög gott að horfa heima því þá sér enginn mig öskra á sjónvarpið, hehe. Mér finnst líka mjög gott að fara á staðinn í hverfinu mínu sem heitir Ara restaurant og taka leikinn þar. Við félagarnir horfum reglulega á leikina þar, maður hittir mikið af sama liðinu á leikdögum hjá LFC á þeim stað þannig að manni líður bara vel. Staðurinn er líka í þægilegri stærð og stutt að fara að heiman sem þýðir að hægt er að ganga heim ef maður fær sér einn kaldann.

Hvern má ekki vanta í liðið? Erfitt að taka einhvern einn út kannski en hryggjarsúlan verður að vera. Það eru Alisson, VVD, MacAllister og Salah eins og staðan er núna. Allir mikilvægir fyrir það sem þeir standa á vellinum og hvað þeir gera í leikjunum. Maður sér það alltaf ef það vantar einn af þessum aðilum í liðið. Holningin er öðruvísi. Ef ég þyrfti að velja einn ætli það sé ekki Salah.

Hver er veikasti hlekkurinn? Við erum LFC, það er enginn veikur hlekkur :) Veikasti hlekkurinn er líklegast breiddin hjá félaginu. Vantar meiri breidd og það er ótrúlegt hvað FSG virðast ekki fatta það oft á tíðum. Svona er hins vegar rekstrarmódel fyrirtækisins og það þýðir lítið að pæla í því eða svekkja sig.

Þessum leikmanni á að fylgjast með… Ég held að þrír leikmenn sem spiluðu undir pari á síðasta ári verði mikið betri á þessu tímabili. Það eru Nunez, Szobo og Gakpo. Nunez er auðvitað heims og evrópumeistari með og án atrennu að skjóta í stöng og slá og ef hann stillir sig betur af verður hann óstöðvandi. Szobo byrjaði af krafti og margir að líkja honum við Stevie G (common samt) en síðan datt hann smá niður og náði ekki aftur flugi af neinu viti. Held að hann verði öflugur. Síðan mun Gakpo líka verða flottur í vetur. Hann sýndi það í fyrra að hann er með fullt af hæfileikum og getur ýmislegt á vellinum sem nýtist liðinu vel svo sem taka menn á, skora og leggja upp. Held að allir þessir þrír leikmenn muni stíga upp og verða öflugir, þá sérstaklega Gakpo. Vittu til.

Við þurfum að kaupa… Sexu, vinstri bakvörð og miðvörð. Horfumst í augu við raunveruleikann. Endo er ekki nógu sterkur til að vera alvöru sexa hjá LFC og breiddin í þessa stöðu er ekki nægilega mikil. Það vantar alvöru sexu, alvöru Fabinho týpu sem sópar upp og brýtur niður sóknir. FSG náðu ekki að landa Zubimendi en þá er það bara að snúa sér að næsta leikmanni og ná inn spilara fyrir þessa stöðu. Það vantaði sárlega í þessa stöðu í fyrra og það sást. Andy Robertson er farinn að meiðast meira og er ekki alveg jafn kraftmikill og öflugur og hann var fyrir nokkrum árum. Tsimikas er flott back up en ég tel samt að okkur vanti alvöru vinstri bak í þessa stöðu sé horft til framtíðar. Síðan vantar okkur miðvörð. Konaté er alltof mikill meiðsla gæji. Spilar fjóra leiki og er að komast á skrið meiðist. Er þá off í fjóra-sex leiki, kemur aftur inn, spilar smá og meiðist aftur. Það gengur ekki. Sjáðu Arsenal. Miðverðirnir þeirra haldast heilir og eru lykillinn af varnarleik liðsins og heildarmynd. Verðum að fá gæja sem spilar 25+ leikir á tímabilinu.

Hvað finnst þér um stjórann? Óskrifað blað. Finnst hann lúkka vel en alltof snemmt að segja til um hvernig hann höndlar enska boltann. Undirbúningstímabilið lofaði fínu en þegar þú ert kominn í harkið á Englandi ertu undir alvöru pressu. Hann virðist spila flottan bolta, er mjög aktívur á hliðarlínunni og óhræddur við að tala við leikmenn og leiðbeina þeim á meðan leik stendur. Lætur í sér heyra sem er alltaf jákvætt. Hef alltaf verið hrifinn af leikmönnum og þjálfurum sem láta í sér heyra, hraun yfir menn ef þeir standa sig ekki en hrósa og klappa í hástert ef vel gengur. Slot virkar á mig sem flottur gæji og ég vona svo innilega að hann verði farsæll í starfi, hrífi með sér leikmenn og stuðningsfólk og skili titlum eins og forveri hans gerði.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Hvorki né. Er ekkert stressaður né fáránlega spenntur. Mjög langt síðan mér hefur liðið þannig en ég vil ekki fara fram úr mér og plassera einhverjum yfirlýsingum um liðið. Ég ætla að reyna mitt besta til að halda væntingum niðri og leyfa hlutunum bara að gerast og að leyfa Slot að koma sínu handbragði á liðið í rólegheitum. Við sjáum hvað setur en ég mun alltaf styðja mitt lið og horfa á alla þá leiki sem ég get. Kominn með nýju treyjuna og allt.

Hvar endar liðið? Hófleg bjartsýni af því að nýr þjálfari er tekinn við. Við erum samt með fullt af reynslu í hópnum. Reynslu af leikmönnum sem kunna að vinna leiki og titla. Það mun skila sér helling vissulega. Fer samt ekki fram úr mér. Spái liðinu í topp 5 á næsta tímabili. Verð ánægður ef liðið verður í Meistaradeildinni að ári en eins og ég sagði hér að ofan vill maður alltaf meira og fleiri titla. Engin krafa um eitt né neitt nema CL.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Liverpool, 205 stig
4. Man Utd, 204 stig
5. Tottenham, 184 stig
6. Chelsea, 182 stig
7. Aston Villa, 171 stig
8. Newcastle 163 stig
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner