Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 7. umferð: Fékk þrjú færi og þurfti að klára þau
Gunnar Örvar Stefánsson í leik með Magna.
Gunnar Örvar Stefánsson í leik með Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Örvar Stefánsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Magni vann sinn fyrsta sigur í Inkasso-deildinni, gegn Njarðvík. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Magna.

Gunnar Örvar er leikmaður sjöundu umferðar Inkasso-deildarinnar að mati Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Lið 7. umferðar: Ejub og þrír af hans lærisveinum

„Það er mjög mikilvægt að vinna fyrsta leik sumarsins og við verðum að byggja ofan á þetta," sagði Gunnar Örvar við Fótbolta.net eftir sigurinn á Njarðvík.

„Þetta var helvíti fínt, ég fékk þrjú færi og ég þurfti að klára þau," sagði Gunnar.

„Mér fannst spilamennskan mjög góð. Mér fannst við vera með leikinn allan tímann, fyrir utan kannski síðustu 10 mínúturnar. Við vorum orðnir þreyttir, en við hefðum viljað halda þessu í 3-1."

Næsti leikur er gegn Gróttu sem er með 11 stig í fimmta sæti. Magni er á botninum með fimm stig.

„Við þurfum að mæta þangað með sama hugarfar og í dag og fara loksins að vinna einhverja útileiki."

Þess má geta að sjötta umferð deildarinnar á eftir að klárast. Hún klárast á morgun með leik Víkings Ó. og Keflavíkur.

Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð: Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð: Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner