Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 16. júlí 2015 18:09
Elvar Geir Magnússon
Guðjón Baldvins á leið í Stjörnuna
Á leið heim í Garðabæinn.
Á leið heim í Garðabæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson er á leið heim í Stjörnuna samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Nordsjælland hefur tekið tilboði Garðabæjarfélagsins í Guðjón og búast má við því að málin klárist jafnvel á morgun.

Guðjón gekk í raðir danska félagsins um áramótin síðustu eftir að samningur hans við Halmstad í Svíþjóð rann út. Hann fékk að spila til að byrja með en missti sæti sitt og náði ekki að brjóta sér aftur inn í liðið.

Guðjón er uppalinn hjá Stjörnunni en hann spilað sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2003.

Þessi 29 ára gamli framherji raðaði inn mörkum með Stjörnunni til ársins 2007 en hann var meðal annars valinn bestur þegar liðið fór upp úr 2. deildinni árið 2005.

Guðjón spilaði með KR frá 2008 til 2011 fyrir utan árið 2009 þegar hann lék með GAIS í Svíþjóð. Árið 2012 fór Guðjón síðan til Halmstad í Svíþjóð.

Guðjón á fjóra landsleiki að baki með A-landsliði Íslands en sá fyrsti var árið 2009.

Ljóst er að Guðjón mun styrkja Stjörnuna mikið en liðið hefur einungis skorað þrettán mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner