Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amad ekki sá eini sem er óstöðvandi - „Ertu hættur að hlaupa?"
Manuel Ugarte.
Manuel Ugarte.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Manuel Ugarte hefur verið að leika afar vel með Manchester United, og þá sérstaklega eftir að Rúben Amorim tók við liðinu.

Ugarte var keyptur frá Paris Saint-Germain síðastliðið sumar og hefur núna fundið góðan takt.

Hann átti stórleik í dramatískum sigri gegn nágrönnunum í Manchester City í gær og Bruno Fernandes, fyrirliði Man Utd, hrósaði honum í hástert.

Fernandes sagði að Amad Diallo væri „óstöðvandi" og notaði það sama orð um Ugarte.

Hann skrifaði svo ummæli við mynd hjá honum á samfélagsmiðlum eftir leikinn. „Vá, ertu hættur að hlaupa eða ekki?" skrifaði Fernandes ánægður með sinn mann.
Athugasemdir
banner
banner
banner