
Arnlefiur Hjörleifsson er genginn í raðir Njarðvíkur, hann mun leika með liðinu á láni tímabilið 2025 frá ÍA.
Vinstri bakvörðurinn er frá Ólafsvík og hefur leikið með Skallagrími, Kára, Kórdrengjum og ÍA á sínum ferli.
Hann kom við sögu í 12 leikjum í Bestu deildinni í sumar og tímabilið 2023 lék hann 20 leiki í Lengjudeildinni.
Vinstri bakvörðurinn er frá Ólafsvík og hefur leikið með Skallagrími, Kára, Kórdrengjum og ÍA á sínum ferli.
Hann kom við sögu í 12 leikjum í Bestu deildinni í sumar og tímabilið 2023 lék hann 20 leiki í Lengjudeildinni.
„Arnleifur er spennandi viðbót við hópinn og verður gaman að fylgjast með honum í grænu treyjunni á næsta tímabili," segir í tilkynningu Njarðvíkur.
„Knattspyrnufélag ÍA vonast til þess að lánsdvölin verði góð og að Arnleifur komi aftur til liðs við ÍA að fullum krafti þegar henni er lokið. Gangi þér vel Arnleifur," segir í tilkynningu ÍA.
Arnleifur er samningsbundinn ÍA út tímabilið 2026. Njarðvík endaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar í sumar og er Arnleifur er annar leikmaðurinn sem Njarðvík krækir í þennan veturinn.
Komnir
Valdimar Jóhannsson frá Selfossi
Arnleifur Hjörleifsson frá ÍA á láni
Farnir
Hreggviður Hermannsson í Keflavík
Ibra Camara
Samningslausir
Joao Junior (1991)
Kaj Leo Í Bartallstovu (1991)
Indriði Áki Þorláksson (1995)
Þorsteinn Örn Bernharðsson (1999)
Athugasemdir