Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveimur stigum frá toppnum en ekki tilbúnir að berjast um titilinn
Enzo Maresca.
Enzo Maresca.
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, heldur því áfram fram að liðið sé ekki í titilbaráttu þrátt fyrir frábært gengi að undanförnu.

Chelsea vann 2-1 sigur á Brentford í gær og er liðið aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool.

Chelsea er að koma á óvart en Maresca heldur því fram að liðið sé ekki tilbúið til að berjast um titilinn þrátt fyrir stöðuna sem er komin upp.

„Hvað sem við vinnum marga leiki, þá held ég að við séum ekki tilbúnir að berjast um titilinn," sagði Maresca.

„Ein ástæðan fyrir því er að lið sem veit hvernig á að berjast um titilinn, það fær ekki á sig mörk eins og við erum að fá á okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner