Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mán 16. desember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum aðstoðarmaður Klopp fljótur að missa starfið
Pep Lijnders.
Pep Lijnders.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Lijnders, fyrrum aðstoðarstjóri Liverpool, hefur verið rekinn úr starfi sínu sem aðalþjálfari Red Bull Salzburg í Austurríki.

Félagið gaf út tilkynningu þess efnis í dag.

„Það er alveg augljóst að í mörgum af okkar leikjum, þá höfum við ekki staðist þær kröfur sem við gerum og ekki náð okkar markmiðum," segir í tilkynningu Salzburg.

Salzburg er sem stendur í fimmta sæti austurrísku úrvalsdeildarinnar.

Lijnders er Hollendingur sem var aðstoðarmaður Jurgen Klopp hjá Liverpool áður en hann tók við Salzburg síðasta sumar. Þar entist hann ekki lengi í starfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner