Karim Benzema er sagður ætla að leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil.
Benzema er á mála hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu þar sem hann átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Hann hefur hins vegar verið að standa sig vel núna og hjálpað sínum mönnum að komast á toppinn.
Benzema er á mála hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu þar sem hann átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Hann hefur hins vegar verið að standa sig vel núna og hjálpað sínum mönnum að komast á toppinn.
Samningur hans við Al-Ittihad er til 2026 en samkvæmt Relevo er hann að íhuga að leggja skóna á hilluna fljótlega; áður en samningur hans rennur út.
Benzema, sem er að verða 37 ára, er með gríðarlega há laun í Sádi-Arabíu en gæti þrátt fyrir það ákveðið að hætta.
Það er talið að Real Madrid, fyrrum félag Benzema, ætli að bjóða honum sendiherrastöðu í Mið-Austurlöndum þegar skórnir fara upp á hillu. Benzema er goðsögn hjá Madrídarstórveldinu.
Athugasemdir