Harry Maguire átti mjög góðan leik þegar Manchester United lagði Manchester City á útivelli í gær. Maguire stóð fyrir sínu í vörninni og hélt Erling Haaland í skefjum.
Eftir leik tjáði hann sig um sína framtíð en miðvörðurinn verður samningslaus í lok tímabils.
Eftir leik tjáði hann sig um sína framtíð en miðvörðurinn verður samningslaus í lok tímabils.
„Ég hef ekki hugsað mikið um mína framtíð. Ég á þetta ár eftir og þeir eru með möguleika á að framlengja um ár til viðbótar," segir Maguire og á þar við Manchester United sem getur sjálfkrafa framlengt samninginn um ár til viðbótar.
„Það eru jákvæð merki (um áframhaldandi samstarf) og samtalið er mjög jákvætt. Já, það eru viðræður í gangi," sagði Maguire sem er 31 árs.
Athugasemdir